Fyrsti fundur Stjórnar.

Fyrsti fundur Stjórnar.

Í gær 25.september var haldinn fyrsti stjórnafundur haustsins í stjórn Teigs og mættu allir stjórnarmenn.

Fyrsta mál var að rætt var um byrjun mótaraðarinnar ástand vallarins vegna veðursin sem yfir gekk og er ekkert til fyrirstöðu að hefja leik.

Ekki var hljómgrunnur fyrir að leyfa hluta hópsins spila 9 holur í mótum.

Ræddar voru breytingar á starfi mótanefndar og er stjórnin að bíða eftir kynningu á forriti sem á að auðvelda og flýta starfi hennar með tölvunotkun.

Ekki er talin nauðsyn á breytingum á fyrirkomulagi verðlaunaafhendinga.

Tillaga um að nýir félagar sem koma inn í haust greiði aðeins 25 evrur í inntökugjald og 15 evrur í árgjald.

Samþykkt að taka inn gamlann félaga sem dottið hafði út af félagaskrá.

Samþykkt að Þuríður leysti Örlyg af sem Gjaldkeri í fjarveru hans.

Gerð var athugasemd við að Formaður skyldi setja nýumsamda leikdaga fyrir 2020 á Heimasíðu klúbbsins áður en stjórnin hefði fengið á þeim kynningu.

Grímur kynnti fyrir stjórninni stöðuna í tölvu og forritamálum.

Samþykkt var að taka inn 4 nýja meðlimi á mánuði næstu þrjá mánuði.

Samþykkt var að Þuríður og Aðalsteinn muni halda utanum skráningu ferðar til Mojacar og koma þeim upplýsingum til Gjaldkera og Formanns sem sér um að panta Hótel

Undir þetta ritar öll stjórnin

Bergur M Sigmundsson

Formaður

Comments are closed.