Fyrsta vetrarmótið fór fram í mikilli blíðu og flottu veðri.
10 desember fór fyrsta mót vetrarins fram í flottu veðri en ekki mátti tæpara standa vegna myrkurs 23 leikmenn mættu galvaskir til leiks og urðu úrslit þannig að sigurvegari kvenna varð Vilborg Gísladóttir á 29 punktum og í öðru sæti urðu Guðbjörg Antonía og Þuríður Jóhannsdóttir jafnar en Guðbjörg lék betur á seinni hring 27 punktar,Sigurvegari karla varð Þorsteinn Sigurðsson á 37 punktum og í öðru sæti varð Guðmundur Borgþórsson á 33 punktum.
Fyrir leik afhenti formaður árlegum jólafagnaði starfsmanna veglegar jólagjafir frá okkur í Teigi og fengum við miklar þakkir fyrir og koss(ég) og skila hér með þakklæti frá starfsfólki Vistabella til ykkar.
Bergur M Sigmundsson formaður