Fréttabréf vegna haustferðar 2018
Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Þetta Fréttabréf verður með öðru sniði, þar sem flestar upplýsingar sem áður birtust í Fréttabréfinu og voru sendar beint til félaga, verða framvegis birtar á vefsíðu klúbbsins teigur.club
Haustferðin til Mojacar – Um 80 manns tóku þátt í ferðinni, þar af um 50 félagar og makar. Skráðir til þátttöku í tveggja daga golfmóti klúbbsins voru 52, en fjórir forfölluðust á síðustu stundu.
Tveggja daga golfmót Teigs gekk vel fyrri daginn allir skiluðu sér í ,,höfn‘‘ á eðlilegum tíma. Seinni dagur var erfiðari. Úrhellis rigning um nóttina og því víða hált í brekkum vallarins og var brýnt fyrir keppendum að fara að öllu með gát. Fyrst og fremst vegna aðstæðna gekk golfið hægar en fyrri daginn og er ekkert um það að segja. Eins og margoft hefur verið skýrt frá, þá sá Móta- og forgjafanefnd um mótið, bæði undirbúning, framkvæmd og verðlaunaafhendingu og leysti það vel af hendi.
Úrslit mótsins verða birt á vefsíðu klúbbsins.
Vefsíðan – Formaður vefsíðu nefndar, Níels Karlsson sá um að kynna fyrir félögum hvernig nota skal vefsíðu klúbbsins til að afla sér upplýsinga, samskipti milli félaga á síðunni og ekki síst hvernig á að skrá sig til þátttöku í golfdögum klúbbsins. Sýndi hann á skjá hvernig nota skal síðuna og var gerður góður rómur að þessari kynningu. Þessi kynning var haldin í sama sal og Aðalfundurinn sem hófst strax á eftir.
Aðalfundur – Áður en gengið var til dagskrár óskaði formaður Eyjólfur Sigurðsson eftir því við fundarmenn að þeir risu úr sætum til minningar um tvo látna félaga, þau Ástu Kristjönu Jónsdóttur, fædd 1936, lést í október sl. og Jóns Rafns Antonssonar, fæddur 1947, lést nú í nóvember.
Síðan var gengið til dagskrár. Formaður flutti Ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2018. (Skýrslan er birt á vefsíðu klúbbsins), hann sagði í lokin að hann myndi nú draga sig í hlé eftir átta ára formennsku og reyna að snúa sér frekar að golfinu. Næst skýrði gjaldkeri klúbbsins, Örlygur Geirsson Ársreikning fyrir starfsárið 2018. Fjárhagsleg staða klúbbsins er góð og því er lagt til að árgjald séu óbreytt fyrir starfsárið 2019, 35€. (Ársreikningurinn er birtur á vefsíðu klúbbsins). – Enginn kvaddi sér hljóðs um þessar skýrslur og voru þær samþykktar samhljóða.
Þakkir til fráfarandi formanns Eyj. Sigurðssonar – flutti Örlygur Geirsson fyrir hönd stjórnar. Rakti hann í nokkrum orðum starfsferil formannsins í félagsmálum og þakkaði honum vel unnin störf. Fundarmenn risu úr sætum og hylltu fráfarandi formann með húrrahrópum. Þuríður Jóhannsdóttir fyrverandi varaformaður klúbbsins og samstarfsmaður Eyjólfs um árabil færði honum gjöf frá klúbbnum.
Tillaga um árgjald og gestagjald var samþykkt samhljóða. (birt á vefsíðu)
Tillaga um fjölgun félaga í 100 í nokkrum áföngum var einnig samþykkt samhljóða.
Starfsáætlun 2019 – Formaður skýrði frá samningi sem klúbburinn hefur þegar samþykkt við Vistabella-klúbbinn fyrir starfsárið 2019. Taldi hann að um góðan samning væri að ræða, sérstaklega ef tillit er tekið til þess að teiggjöld eru almennt að hækka á golfvöllum á okkar svæði. (Samningurinn er birtur á vefsíðu klúbbsins).
Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2019:
Formaður Bergur H. Sigmundsson
Varaformaður Grímur Valdimarsson
Meðstjórnendur:
Laila Ingvarsdóttir til tveggja ára
Halldór Jóel Ingvason til eins árs
Fyrir er í stjórn sem meðstjórnandi Örlygur Geirsson.
Varastjórn:
Þuríður Jóhannsdóttir og Aðalsteinn H. Guðnason
Skoðunarmaður klúbbsins:
Sigurður Ananíasson
Verðlaunaafhending fyrir bestan árangur í tveggja daga Mojacarmóti var næst á dagskrá. Móta- og forgjafanefnd stjórnaði þeim dagskrárlið. Úrslitin verða birt á vefsíðu klúbbsins. Formaður þakkaði nefndinni fyrir frábær störf í allri framkvæmd mótsins.
Inntaka nýrra félaga – Formaður skýrði frá því að nú yrðu fjórir aðilar sem sótt höfðu um félagsaðild teknir inn. Þau hafa öll fullnægt þeim skildum sem Starfsreglur klúbbsins kveða á um félagsaðild. Hinir nýju félagar eru: Hilmar Helgason, Ragna Valdimarsdóttir, Bjarni Jensson og Sigríður Gylfadóttir. Félagar samþykktu félagsaðildina með lófaklappi og formaður bauð þau velkomin í hópinn.
Dagskrárlok – Einar Matthíasson bað um orðið. Hann sagði að það hefði verið mikil vinna fyrir forustumenn klúbbsins að koma honum í þann farveg sem hann er í. Vildi hann þakka þeim sem hefðu unnið það starf af kostgæfni. Fundarmenn risu úr sætum og tóku undir þessi orð Einars með langvinnu lófaklappi.
Þar með var dagskrá fundarins tæmd og sleit fráfarandi formaður Aðalfundi Teigs 2018.
El Valle 16. nóvember 2018
Eyjólfur Sigurðsson, fyrrv. formaður