Fréttabréf Teigs 27. febrúar 2018

Fréttabréf Teigs 27. febrúar 2018

Leikdagur: Þriðjudagurinn 27. febrúar 2018

Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)

Veður: Nú var kalt, hiti aðeins 8° þegar golfið hófst, sudda riging af og til, nóg til að bleyta í golfurum en stytti síðan upp og komst hitinn mest í 13°.

Mætt til leiks: Aðalsteinn Guðnason, Jón Rafns Antonsson, Pétur Gíslason, Jóhannes Jónsson, Magnús G. Pálsson, Skúli Sigurðsson, Ásta Kr. Jónsdóttir, Guðbjörg A. Guðfinnsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Laila Ingvarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Emelía Gústafsdóttir, Jenny Johansen, Sigrún B. Magnúsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Bergsveinn Símonarson, Magni Jóhannsson, Níels Karlsson, Bergur M. Sigurðsson, Sigurður Ananíasson, Snorri Gestsson, Viðar Marel Jóhannsson, Guðmundur Þ. Agnarsson, Hans B. Guðmundsson, Ólafur Ingi Friðriksson, Skarphéðinn Sigursteinsson. Gestir: Pétur Elíasson, Gísli Blöndal, Sólveig Leifsdóttir, Hilmar Harðarson og Gunnlaugur Ragnarsson.

Golfið: Golfið gekk ágætlega þrátt fyrir heldu kalt veður. Magni Jóhannsson var ræsir og gerði það vel. Sömu reglur og undanfarið að golfbílar eru aðeins leyfðir á steyptum vegum við brautirnar á nýja hluta vallarins. Allir fylgdu þeirri reglu eins og vera ber.

Úrslit: Að venju komu nokkrir félagar að útreikningum golfkorta og gekk það snurðu laust. Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Sigrún B. Magnúsdóttir, hlaut 34 punkta. Í öðru sæti varð Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir, hlaut 33 punkta og í þriðja sæti var Laila Ingvarsdóttir, hlaut 30 punkta. Í karlaflokki sigraði Skarphéðinn Sigursteinsson, hlaut 36 punkta. Í öðru sæti varð Magni Jóhannsson, hlaut 30 punkta og í þriðja sæti varð Bergur Sigurmundsson, hlaut einnig 30 punkta. Nándarverðlaun á 12 braut (par 4) hlaut Bergsveinn Símonarson, var 5.70 m frá holu í öðru höggi.

Stjórnarfundur – Formaður Eyjólfur Sigurðsson sagði frá stjórnarfundi er fram fór sl. föstudag. Stjórn Teigs samþykkti einróma að eftirtaldir félagar skipuðu Mótanefnd 2018: Símon Aðalsteinsson, Níels Karlsson, Hermann Bragason, Sigurður Ananíasson, Bergsveinn Símonarson, Magni Jóhannsson og Sigrún B. Magnúsdóttir. Stjórnin óskaði eftir að fráfarandi formaður kallaði nefndina saman. Vefsíða Teigs – Til fundarins var boðaður félagi okkar Sigurjón Sindrason, en hann hefur gefið klúbbnum ,,lén‘‘ fyrir vefsíðu. Hann ásamt Símoni Aðalsteinssyni og Níels Karlssyni hafa verið að leggja grunn að fyrsta útliti síðunnar. Samþykkt að halda áfram í sama farvegi og reyna að hafa síðuna tilbúna til birtingar á næstu tveimur mánuðum. – Skráningar til leiks á leikdögum – Stjórnin ræddi þau vandamál sem upp hafa komið vegna skráninga á leikdögum klúbbsins. Sumir félagar virðast nota leikdaga klúbbsins sem ,,varaskeifu‘‘ þ.e.a.s. að þeir skrá sig til leiks en tilkynna síðan forföll á síðustu stundu og fara síðan og spila á öðrum völlum. Forföllin eru tilkynnt svo seint að ekki verður fyllt í skarðið þrátt fyrir að biðlisti sé fyrir hendi. Stjórn klúbbsins hefur því ákveðið að virkja heimild sem hún hefur til að bregðast við þessu vandamáli.

Í samþykktum klúbbsins segir ………Ef félagi (eða gestur) forfallast en tilkynnir ekki forföll, getur verið nauðsynlegt að viðkomandi greiði vallargjöld þar sem klúbburinn kann að vera ábyrgur fyrir fjölda tilkynntra þátttakenda hverju sinni – Stjórnarfundurinn ákvað að forföll yrði að tilkynna eigi síðar en á laugardagskvöldi þegar leikdagur er á komandi þriðjudegi. Ef það væri ekki gert yrðu innheimt vallargjöld af viðkomandi. Þessi ákvörðun var samþykkt samhljóða. Vorferðin til Mojacar – Allur undirbúningur er á réttri leið. – Félagar og makar þeirra sem skráð eru nú þegar eru 47, þar af 41 í golf. Skráðir gestir eru 11, samtals 58 manns skráðir til þátttöku í ferðina. Félagar hafa skráningarrétt til 15. mars, eftir þann tíma hefst skráning gesta í golf. Sumarmót Teigs – Eins og fram kom á stjórnarfundi í nóvember sl. þá hefur þátttaka verið dvínandi í Sumarmóti klúbbsins á Íslandi undanfarin tvö ár. Á þeim fundi var ákveðið að kanna möguleika á því að halda eins dags mót í stað tveggja og kanna á völlum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið hvaða möguleikar væru í boði. Félagi okkar Aðalsteinn H. Guðnason hefur kannað möguleika á samningi við Golfklúbb Sandgerðis og hefur sent klúbbnum eftirfarandi tilboð: Golf og Grill kr. 5000- per mann. Fyrir þá sem taka ekki þátt í golfinu en vilja vera með í ,,grillinu‘‘ eftir leik er kostnaðurinn kr. 3000,-. Stjórnin samþykkti að taka framkomnu tilboði og verður því Sumarmót Teigs í Sandgerði þann 21. júní 2018. – Fleira ekki rætt á stjórnarfundi.

Mótanefnd 2018 – Eins og fram kom hér að framan þá var fráfarandi formaður Mótanefndar beðinn um að kalla hina nýju nefnd saman. Fyrsti fundur var haldinn strax að loknu golfi (í dag). Nefndin kaus Níels Karlsson til formanns. Líflegar umræður urðu á fundinum. Nefndin skipti með sér verkum og verða þau tíunduð þegar starfið er hafið. Nefndin leggur til að næsta leikdag 6. mars verði spilað Texas Scramble. Nefndin tilkynnir hvernig pör í keppnina verða valin.

Næsti leikdagur – Þriðjudagurinn 6. mars er næsti leikdagur Teigs. Skráningu um þátttöku skal tilkynna Þuríði Jóhannsdóttir e-mail borgarnes@gmail.com fyrir fimmtudagskvöld. Eftir það geta gestir skrásett sig til leiks.

Innheimta árgjalda – Stærsti hluti félagsmanna er mjög skilvís og greiðir strax og ljóst er hvert gjaldið er. Enn því miður eru það alltaf nokkrir sem draga greiðslu og er það miður. Samkvæmt starfsreglum klúbbsins getur stjórnin sett þá á aukafélagaskrá sem ekki greiða gjöldin í tíma. Það verður til þess að einhver á biðlista verður samþykktur í klúbbinn í stað þess sem ekki greiddi gjöldin. – Eindagi er 1. apríl.

El Valle 27. febrúar 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply