Fréttabréf september – október 2022

Fréttabréf september – október 2022

Golfklúbburinn Teigur

Fréttabréf

September – október 2022

Starfið framundan – Aftur stefnir hugurinn til suðrænna slóða og á næstu vikum munu fjölmargir félagar koma til Spánar til að njóta hlýrra lofslags og ekki síst til að leika golf. Hið eiginlega starfstímabil Teigs er mánuðina október-nóvember og síðan febrúar-mars-apríl á nýju ári. Á þessu tímabili leikum við vikulega að undanskildum einni viku í nóvember og apríl, en þá höldum við til Mojacar í Armenia.

Vefsíðan okkar birtir upplýsingar um leikdaga og rástíma og hvernig félagar geta skráð sig til þátttöku.

Allir leikdagar eru ,,mótsdagar” nema annað sé tekið fram. Í vetrarlok í vorferð okkar til Mojacar eru tilkynntir þeir sem best hafa staðið sig yfir veturinn. Til að öðlast þátttökurétt þurfa félagar að taka þátt í minnst 6 leikdögum.

Mojacar í nóvember – Haustferðin til Mojacar verður dagana 14.-17. nóvember. S.l. vor var samið við Hotel Marina Playa sem er staðsett rétt við golfvöllinn. Það reyndist góð ákvörðun og var almenn ánægja með hótelið. Við höfum náð samningum við þá um gistingu, kvöldverð og morgunverð og einnig við golfvöllinn og er verðið það sama og í vor.

Verð fyrir tvo í herbergi, hotel og golf er 220€ per mann (þrjár nætur og tveir golfhringir). Fyrir einn í herbergi og golf er 300€. Fyrir þá sem sleppa golfinu er sami pakki 150€ fyrir mann í tveggja manna herbergi. Fyrir einstakling í eins manns herbergi 220€.

Skráning þátttöku hefst 1. október og verður nánar útfærð á vefsíðu klúbbsins.

Kvöldverður í október – Efnt var til sameiginlegs kvöldverðar í apríl sl. Á veitingastaðnum Hong Kong. Almenn ánægja var með kvöldið og í framhaldi af því ákveðið að endurtaka slíka uppákomu nú í haust. Kvöldverður verður hafður í október og mun upplýst um dag og stað í byrjun mánaðarins á vefsíðu klúbbsins.

Golfbolir fyrir alla félaga – Stjórn klúbbsins ákvað í lok vetrar að klúbburinn skildi láta framleiða golfboli fyrir alla félaga og afhenda þá án endurgjalds. Fyrsti hluti framleiðslunnar var tilbúinn fyrir ferðina til Mojacar og fengu 50-60 félagar afhenda fallega boli. Einn litur fyrir alla félaga, konur og karla. Fljótlega í október verður hægt að afhenda öllum félögum boli.

Félagafjöldi og biðlistar – Stjórn klúbbsins mun á næstu vikum vinna að því að finna lausn á þeim vanda, að hópur skráðra félaga tekur litið eða engan þátt í starfi klúbbsins. En á sama tíma erum við með tugi manna á biðlista. Ef stjórn klúbbsins ákveður að gera breytingar á starfsreglum klúbbsins verður hún að leggja þær tillögur fyrir aðalfund klúbbsins í haust í Mojacar.

Ágætu félagar, sjáumst heil í golfi á Spánarströndum.

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Comments are closed.