Fréttabréf október 2022

Fréttabréf október 2022

Golfklúbburinn Teigur

Fréttabréf

Október 2022

Þátttaka í leikdögum í haust hefur verið góð. Í flestum tilfellum hafa allir félagar sem hafa viljað vera þátttakendur fengið skráningu. Fáir gestir hafa komist að og er ekkert við því að gera. Klúbburinn stendur nú frammi fyrir því að mikill fjöldi vill gerast félagar en á sama tíma hafa nokkrir félagar ekki sést í langan tíma. Stjórn klúbbsins ræddi þessa stöðu á síðasta stjórnarfundi og mun hún leggja fram tillögu á næsta aðalfundi sem verður í nóvember í Mojacar.

Í stjórnartillögunni mun verða lagt til að allir þeir sem greiða félagsgjöld á réttum tíma munu halda félagsaðild sinni þrátt fyrir að mæting sé stopul. Hins vegar leggur stjórnin til að fjölgað verði í klúbbnum í 130 félaga. Í samningum við Vistabella völlinn fyrir árið 2023 hefur klúbburinn fengið aðstöðu fyrir fleiri ráshópa og er því auðveldara að fast við fjölgun. Ákvörðun um þessa breytingu er í höndum aðalfundar eins oo áður er nefnt.

Forgjafarmál og umgjörð leikdaga – Eins og flestum er kunnugt, eru nokkrar umræður í klúbbnum um forgjafamál og hafa ýmsar ábendingar og jafnvel óánægja komið fram á meðal félaga. Stjórn klúbbsins ákvað að skipa þriggja manna nefnd til að fara ofan í þessi mál og mun hún skila áliti á aðalfundi. Í nefndinni eru Guðlaugur, Níels og Símon.

Umgjörð leikdaga þarf að vera í fastari skorðum. Fulltrúi í mótanefnd þarf alltaf að vera mættur tímanlega á leikdegi og með upplýsingum um ráshópa sé upplýst hverjir verða tilbúnir af hálfu nefndarinnar til að sjá um ræsingar á teig og skýra helstu reglur á leikdegi.

Sé félagi skráður til leiks en mætir ekki getur hann átt á hættu að þurfa að greiða teiggjald. Undanskilið er ef um veikindi er að ræða.

Teigs bolir fyrir alla félaga – Allir þeir sem ekki fengu boli í vor í Mojacar munu fá þá á næstu vikum. Viðbótarframleiðsla er hafin. Jóhanna Guðnadóttir sér um afhendingu þegar bolirnir verða tilbúnir.

Sameiginlegur kvöldverður – Ákveðið er að endurtaka leikinn frá því í vor og hafa sameiginlegan kvöldverð fyrir félaga fimmtudaginn 27. október á veitingastaðnum Bananatree. Við fáum 9 rétta matseðil og hálfa vínflösku á mann fyrir 20€. Skráning þátttöku er hafin og sér Jóhanna Guðbjörnsdóttir um skráningu og innheimtu.

Skráning í ferðina til Mojacar – Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst á vefsíðu klúbbsins. Hilmar Helgason, gjaldkeri tekur við greiðslu fyrir þátttöku á mótsdögum.

Eyjólfur Sigurðsson, formaður Teigs

Comments are closed.