Fréttabréf mars 2022
Golfklúbburinn Teigur
Fréttabréf
Mars 2022
Ferðin til Mojacar: Skráningu fer að ljúka, þátttöku hafa tilkynnt 80 manns. Allir þeir sem þegar hafa skráð sig og vilja taka þátt í golfinu hafa komist að. Undirbúningur af hálfu stjórnar og mótanefndar er í fullum gangi. Á dagskrá er tveggja daga golfmót, félagsfundur og dans, íslenskir tónlistamenn sjá um fjörið.
Samningur við Vistabella 2023: Margir stórir hópar sóttust eftir fjölda rástíma fyrir næsta ár. Eftir langar viðræður náðist samkomulag um að við myndum spila á mánudögum frá 1. janúar 2023, gegn því að við fengjum að hefja leik kl. 10.00 á morgnana og að við fengum alla þá rástíma sem við óskuðum eftir. Það er ljóst að mikil aukning er á þátttöku fólks í golfi á Spáni og því getur orðið erfitt að fá rástíma yfir há annatímann ef ekki er staðið vel að skipulagi og það nokkuð langt fram í tímann.
Golfbolir: Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að fjárfesta í golftreyjum fyrir alla félaga. Bolirnir eru gjöf frá klúbbnum og verða allir í sama lit en aðeins munur á sniði fyrir konur og karla. Vonandi verður hægt að afhenda eitthvað af bolunum í Mojacar, en markið er að þegar við hefjum leik í haust verði allir félagar í nýjum bolum.
Sameiginlegur kvöldverður: Ákveðið að stefna að því að hafa sameiginlegan kvöldverð fyrir félaga. Veitingastaðurinn Hong Kong hefur orðið fyrir valinu. Þar fæst mjög góður kvöldverður, þríréttaður ásamt hálfflösku af víni, verð er € 11.95. Stjórn klúbbsins er sammála um að við þurfum að reyna að bæta hina félagslegu hlið starfsins og er þessi samkoma hugsuð til þess að félagar kynnist betur. Skráning þátttöku hefst þriðjudaginn 28. mars og sér Jóhanna Guðnadóttir um skráninguna-hennar@internet.is
Útreikningar skorkorta: Flestir félagar hafa orðið varir við að hægt gengur að reikna út skorkort í lok mótsdags. Þrátt fyrir að Símon og fleiri hafi unnið ómetanlegt starf við þessa útreikninga, þá er nauðsynlegt að reyna að finna betri lausnir. Stjórn klúbbsins hefur þetta verkefni til meðferðar.
Kveðja – Eyj. Sigurðsson, formaður Teigs