Fréttabréf 7. nóv. 2018

Fréttabréf 7. nóv. 2018

Golfklúbburinn Teigur –FRÉTTABRÉF

 

Leikdagur: Þriðjudagurinn 6. október 2018

Golfvöllur: Vistabella-völlur

Veður: Sem betur fer breyttist veðurspáin um síðustu helgi sem gerði ráð fyrir rigningu þriðja þriðjudaginn í röð. Sól og blíða, hitinn fór í 20° þegar leið á daginn.

Golfið: Nú var breytt út af venju og leikið Texas-Scramble – parakeppni. Skráðir þátttakendur voru 49. Golfið gekk vel og var almenn ánægja með þessa tilbreytingu. – Ræsir var Bergur Sigmundsson.

Þátttakendur: Aðalsteinn H. Guðnason, Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Áki Jónsson, Bergur M. Sigmundsson, Bjarni Jónsson, Einar Matthíasson, Emelía Gústafsdóttir, Erna Sörensen, Eyjólfur Sigurðsson, Gíslunn Loftsdóttir, Grímur Valdimarsson, Gunnar J. Guðbjörnsson, Halldór Jóel Ingvason, Hans B. Guðmundsson, Helga Emilsdóttir, Hermann Bragason, Hilmar Harðarson, Hlöðver Jóhannsson, Jóhanna Guðnadóttir, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Kr. Sigurðardóttir, Jóhannes Jónsson, Jónína Jónsdóttir, Laila Ingvarsdóttir, Magnús G. Pálsson, Ólafur I. Friðriksson, Páll Einarsson, Sigrún B. Magnúsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Ananíasson, Sigurður Njálsson, Sigurður Þráinsson, Skarphéðinn Sigursteinsson, Skúli Guðmundsson, Skúli Sigurðsson, Snorri Gestsson, Þuríður Jóhannsdóttir. – Gestir: Andrés Sigmundsson, Árni Sörensen, Einar Guðmundsson, Guðmundur Baldursson, Kristinn Guðmundsson, Rannveig Ólafsdóttir, Sigríður Gylfadóttir, Sigurður E. Rögnvaldsson, Sigurvin Ármannsson, Sonja Þorsteinsdóttir.

Úrslit: Eins og sagt frá hér að framan var leikið Texas – Scramble með forgjöf. Sigurvegari var parið Sonja Þorsteinsdóttir og Hilmar Hallvarðsson á 66 höggum nettó. Í öðru sæti varð parið Emelía Gústafsdóttir og Sigurður Ananíasson á 67 höggum nettó. Í þriðja sæti urðu tvö pör jöfn á 68 höggum nettó, Hans B. Guðmundsson og Sigurður Þráinsson og parið Laila Ingvarsdóttir og Sigurvin Ármannsson.

Mojacar, Almeria 12.-15. nóvember – Haustferðin okkar hefst n.k. mánudag. Þátttakendur í ferðinni eru 85, þar af 56 í golfi. Móta- og forgjafanefnd undirbýr og sér um tveggja daga golfmótið sem er bæði punktamót og höggkeppni. Nánari upplýsingar um mótið verða til staðar í anddyri hótelsins þegar þátttakendur koma á staðinn. Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. nóv. og hefur dagskrá fundarins verið send út til allar félaga. Áður en aðalfundur hefst mun ,,vefsíðunefndin‘‘ segja frá nýrri vefsíðu klúbbsins og skíra fyrir félögum hvað hún inniheldur og hvernig á að nálgast efnið sem þar birtist. – Upplýsingar um hvernig er auðveldast að komast til Mojacar eru sendar með þessu fréttabréfi. –Vinsamlega athugið að herbergi verða ekki tilbúin fyrr en kl. 14.00.

Næsti leikdagur eftir Mojacar – Tveir leikdagar verða skipulagðir á Vistabella-vellinum eftir ferðina til Mojacar, 20. og 27. nóvember.

 

El Valle 7. nóvember 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply