Fréttabréf 17. sept. 2018

Fréttabréf 17. sept. 2018

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

 

Hauststarfið að hefjast

Ágætu félagar – Nú er komið að því að flest okkar halda aftur til Suðurstranda Spánar að afloknu risjóttu sumri hér heima. Þær fréttir berast að nokkrir séu þegar komnir á staðinn og margir að undirbúa brottför á næstu vikum. Það er óhætt að segja að flestir sem rætt hefur verið við hugsa til þess með ánægju að fara aftur í hlýrra umhverfi.

Starfið framundan – Við hefjum að leika golf þriðjudaginn 2. október á Vistabella vellinum. Við höfum bókað pláss fyrir 32 golfara og verðum að sjá til hversu margir bóka sig á næstu dögum. Ef að vð fáum fleiri skráningar en við höfum bókað pláss fyrir munum við reyna að fá fleiri skráða. En það er aldrei öruggt að það sé hægt og verðum við því að una því sem við höfum. Fyrsti rástími er skráður kl. 8.40. Bergsveinn Símonarson mun að venju sjá um skráningu, bergsveinn45@gmail.com hann kemur til Spánar 24. sept. Skráningu lýkur laugardaginn 29. september.

Vefsíða Teigs – Tveir félagar, Níels Karlsson og Sigurjón Sindrason hafa síðustu mánuði unnið að því að útbúa vefsíðu Teigs. Þeir eru langt komnir og hafa unnið mjög mikilsvert starf fyrir klúbbinn með því að leggja grunninn að þessu verki. Fyrir stuttu síðan sýndu þeir félagar stjórn klúbbsins árangur af þessu starfi og voru allir himinlifandi yfir því sem kynnt var. Um miðjan október mun verða haldinn almennur fundur í klúbbnum þar sem síðan verður kynnt fyrir félögum. Félagar geta engu að síður farið inn á vefsíðuna með því að slá inn – teigur. club – og sjá umgjörðina eins og hún lýtur út. Félögum verður sýnt á fundinum hvernig á að nota sér upplýsingar sem síðan mun bjóða upp á.

Ferðin til Mojacar –  Að venju höldum við til Mojacar í Almeria, nánar tiltekið 12. – 15. nóvember. Við höfum bókað 56 í golf með golfbíl. Á meðan á dvölinni stendur munum við halda aðalfund og kjósa m.a. stjórn fyrir starfsárið 2019. Dagskrá fundarins mun verða send út tímanlega fyrir fundinn. Eyjólfur Sigurðsson, formaður Teigs mun sjá um skráningu í ferðina, eyjsig@simnet.is Vinsamlega bíðið með að skrá ykkur fram yfir mánaðamót.

Félagatal – Vinsamlega athugið að ef einhverjar breytingar hafa orðið á símum eða e-mail að láta breytingarnar berast til Símonar Aðalsteinssonar, vatnskot@gmail.com.

 

Hafnarfirði 17. september 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply