Föstudagur 3. mars 2023
Ágætu félagar.
Eins og fram hefir komið þá lýkur skráningu á föstudagsmótin okkar á miðnætti sunnudags.
Ég vil biðja ykkur að vera tímanlega í því að bóka til að létta okkur sem erum að vinna í skráningunni lífið.
Ráslistinn kemur síðan inná vefinn á miðvikudaginn.
Leikfyrirkomulag föstudaginn 3. mars verður Greensome. Verðlaun fyrir næst holu á 15. braut og svo dregið úr skorkortum.
Kv.
Hjörtur og Svanberg.
GREENSOME:
Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptist, sá sem átti teighöggið sem var ekki valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til leikmenn klára holuna.