Fimmtudagurinn 27. febrúar.
Sælir félagar.
Við spiluðum Texas í gær og tókst vel til enda bókað í öll pláss sem í boði voru.
Fimmtudaginn 27. febrúar er hugmyndin að spila FJÓRMENNING. Hér að neðan er það fyrirkomlag útskýrt í stuttu máli.
FJÓRMENNINGUR, tveir leikmenn slá sama boltann. Leikmennirnir skiptast á um að slá af teig og slá síðan á víxl eftir það.
Þannig að það er bara 1 bolti í gangi í 2ja manna holli.
Kveðja f.h. mótanefndar
Hjörtur