Eftir Covid 19 hér á Spáni
Kæru vinir
Covid faraldurinn breytti ýmsu í starfsemi Teigs hér á Spáni og riðlaði heldur betur starfsemi Klúbbsins þar sem stór hluti meðlima kaus að fara til Íslands og dvelja þar,ég fékk því óvænt í fangið það hlutverk að sjá um allt mótahald á vegum Klúbbsins eftir að allir meðlimir mótanefndar fóru til Íslands og hefur það gengið mjög vel með góðra vina hjálp og lauk starfs áætlun Teigs 26-05 en við erum enn að spila á okkar þriðjudögum 15-20 manns og hafa nýjar reglur ekkert þvælst fyrir.
Stofnun Teigur Golfklúbbur á Spáni hefur tafist þar sem opinberar stofnanir hafa verið lokaðar,en ég ræddi við lögfræðinginn okkar í síðustu viku og var mér tjáð að c.a.eftir tvo mánuði yrði því ferli lokið og Teigur Golfklúbbur hefði verið skráður sem íþróttafélag án hagnaðarreksturs hér á Spáni,lokið yrði við að opna bankareikning sem sæi um innheimtu allra félagsgjalda og sérstakrar innheimtu eins og Mojacar ferðirnar,aðeins ætti eftir að bera saman tilboð tveggja banka í viðskiftin.
Þetta hefur verið gríðarlega mikil vinna sérstaklega vegna nýrra peningaþvættislaga og söfnun upplýsinga og mikið af pappir sent og endalaust verið að biðja um upplýsingar,en nú sér fyrir endann á því að við séum komin inní Evrópusambandið og getum farið að hugsa stærra og út fyrir rammann,sækja um styrki til Brussel,námsstyrki,kennslustyrki,ferðastyrki,útbreiðsustyrki og hvað eina en ég er sannfærður um að þetta á eftir að auðvelda allt starf Gjaldkera og gera allt gegnsærra og auðveldara í alla staði og ekki síst að peningarnir eru ekki undir kodda útí bæ.
Ég er byrjaður viðræður við Joaquin hjá Vistabella um viðskifti á næsta ári 2021 og hittumst við afur í þessari viku því eins og ég sagði honum þá vill ég hafa eitthvað tilboð í höndunum er ég fer heim til þess að skoða ,og vera þá undirbúinn ef ekki semst, og að geta snúið mér annað strax ef með þarf.
Þá hef ég haft samband við Marinagolf völlinn í Mojacar og rætt um haustferðina okkar og er hún á dagskrá 17-19,nóvember og verðum við fljótlega aftur í sambandi til að stilla saman úrin.
Það sama er með Hótelið ég er búinn að hafa samband við þá og þar sem okkar venjulega hótel er lokað vegna lagfæringa bjóða þeir annað hótel ekki síðra að þeirra sögn og sömu verðum en það skýrist fljótlega eftir að Covid þokunni léttir.
Eina sem er á dagskrá framundan er Sumarmótið í Grindavík fyrsta júlí n.k þar sem Halldór Jóel gjaldkeri samdi við Grindarvíkurklúbbinn um afnot af velli þeirra og að sjá um Grill og það sem með á að fljóta,hvet ég alla meðlimi Teigs til að mæta og láta skrá sig sem fyrst á síðunni okkar.
Bergur M Sigmundsson Formaður