Breytingar á Rástímum
Af gefnu tilefni vil ég nefna að TEIGUR á ekki rástima mánudaginn 6. nóv og ekki fimmtudaginn 9. nóv vegna þess að við erum í Mojacar.
Næstu rástimar hjá kúbbnum eru miðvikudaginn 15. nóv kl 10.20 sem er mótaröð, skráning fyrir þann dag verður 6.-7. nóv. Mánudaginn 20. nóv kl 10.00 er leikdagur fyrir 32 leikmenn og er fyrir utan mótaröð, skráning fyrir þann dag er 13.-14. nóv. Miðvikudaginn 22. nóv kl 09.50 mótaröð, skráning fyrir þann dag er 15.-16. nóv.
Ástæðan fyrir þessu er sú að til stóð að vera annarstaðar 20. nóv en þeir samningar gengu ekki eftir svo við sömdum við Mojacar. Þess vegna breyttust rástástímar okkar á Vistabella þetta árið.