Ávarp mótanefndar að hausti.
Kæru félagar í Teigi Amigos, nokkrir félagar hafa skráð sig í mót hinn 6. September n.k. og er það til marks um að golfhaust Íslendinga á Spáni sé að hefjast.
Golfið næsta þriðjudags er utan mótaraðarinnar og þurfa þátttakendur því að taka skorkort í afgreiðslunni á Vistabella vellinum um leið og þeir skrá sig til leiks og greiða teiggjöld.
Að þessu sinni mun ég hafa skráningu opna til kl 22:00 annað kvöld (sunnud. 4.09.) og hvet ég alla þá sem hafa hug á að fara í golf á Spáni, að taka þátt í golfi á vegun Teigs amigos, og útvega sér gestaskráningu hjá okkur, meðan færi gefst.
Skráningin fer í gegnum Teig Amigos og þar með fást teiggjöld á einhverju besta verði sem þekkist á Spáni. Reglur um skráningar verða þær sömu og verið hefur, skráning seinnipart þriðjudags og lýkur á föstudagskvöldi kl.22:00 fyrir leik sem verður næsta þriðjudag þar á eftir (undantekning í þetta eina sinn). Ræsingar verða á vegum vallarins .
Athugið að þeir sem hafa skráð sig í golf á vegum Teigs amigos eru ábyrgir fyrir teiggjöldum sínum og skráðra gesta sinna þannig að ef um forföll verður að ræða þarf að tilkynna þau eigi síðar en á hádegi daginn fyrir leikdag á sama hátt og verið hefur (með SMS í síma +354 8988237), eða með símtali beint í afgreiðsluna á Vistabella (+34 966 10 78 46, eða bookings@vistabellagolf.com).
Leikmenn eru beðnir að taka til greina reglur um háttarlag á golfvöllum og þá einkanlega reglur um gagnkvæma kurteisi og tillitsemi á vellinum. Undir þetta falla óskir um að leikmenn haldi uppi góðum leikhraða og hafi þá augun á hollinu á undan og gæti þess að dragast ekki aftur úr en hleypi fram úr ef ekki er unnt að halda eðlilegum leikhraða.
Munum að kurteisi kostar ekki neitt eins og okkur var kennt í æsku (vonandi).
Gangi ykkur vel í leiknum (okkar).