Áramótaferð
Golfskálinn er að bjóða okkur ferð um áramótin 29.des – 02. jan 2024. Þetta verða 4 nætur og 3 dagar í golfi 30, 31. des. og 01. jan. Einu sinni á Poniente með bíl og tvisvsr á Levente + bill 40 Eur þetta eru allt morguntímar. Gisting með morgunmat og galadinner á gamláskvöld. Verð 105.000 á mann í tvíbýli, 127.000 í einbýli. Ef ekki er spilað golf þá dregst frá 16.500. Ef sleppt er galadinner þá lækkar verð um 30.000 en þá þarf að fara eitthvert annað að borða, ekki matur á hótelinu. Það er pláss fyrir 28 manns, fyrstur kemur fyrstur fær. Þeir sem hafa áhuga hafa samband við Ellert Róbertsson sími 354 8934477.
( Á vef Golfskálans er hægt að sjá allt um vellina og um þessa ferð. )