Aðalfundur Golfklúbbsins Teigs haldinn 17.11.21 á Puntazo hótelinu í Mojacar

Aðalfundur Golfklúbbsins Teigs haldinn 17.11.21 á Puntazo hótelinu í Mojacar

Formaður setti fundinn

Stungið var uppá Þorsteini Stígssyni sem fundarstjóra sem var samþykkt einróma

Fundarstjóri gaf Bergi formanni orðið og flutti formaður skýrslu stjórnar

Gjaldkeri lagði fram og las endurskoðaða reikninga síðasta tímabils.Hann útskýrði mikinn kostnað við skráningu klúbbsins á Spáni og stofnun bankareiknings.Spænska heiti klúbbsins er Teigur Amigos

Nokkrar umræður urðu um reikningana og aðallega um ranglega færða greiðslu til Vistabella.Gerð var krafa um að þetta yrði leiðrétt og verður það gert.

Einnig var rætt um launagreiðslur til meðlima stjórnar og hvað eigi að gera við peninga klúbbsins.Ekki stendur til að greiða laun en félagsmenn hafa hingað til unnið allt í sjálfboðavinnu.

Guðmundur Ágúst sagði nauðsynlegt að félög ættu sjóði.

Símon benti á að fljótlega mætti búast við að greiða þurfi fyrir afnot af tölvukerfi.

Tillaga um að árgjald yrði óbreytt þ.e 35 eur og að gestagjald verði einig óbreytt 5eur var samþykkt.

Hugmynd kom fram um að breyta eindaga félagsgjalda,og hafa hann 1.janúar,Örlygur lét vita að fyrir 3 árum var samþykkt að eindagi félagsgjalda væri 1.janúar.

Formaður kynnti Starfsáætlun og samning við Vistabella völlinn fyrir árið 2022.

Stjórnarkjör:

Bergur,Halldór og Páll gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Kjörnefnd tilnefndi Eyjólf Sigurðsson til formanns og Guðlaug Jónsson sem varaformann og var það samþykkt með lófataki.

Aðrir kjörnir í stjórn voru Hilmar Helgason,Guðmundur Borgþórsson.Jóhanna Guðbjörnsdóttir og í varastjórn voru kosin Þuríður Jóhannsdóttir og Ellert Róbertsson.

Síðan fór veðlaunaafhending fram:

Mótaröðin

Konur1.sæti Þuríður Jóhannsdóttir og hlaut hún Sjafnarbikarinn

2.sæti.Sigrún Magnúsdóttir

3.sæti.Ragna Valdimarsdóttir

Karlar:

1.sæti.Níels Karlsson og hlaut hann Samtöðuhnútinn

2.sæti.Hilmar Helgason

3.sæti.Bergsveinn Símonarson

Mojacar Mótið

Nándarverðlaun 16/11.Sigrún Magnúsdóttir 9,50m

16/11.Sigurvin Ármannsson 3.22m

17/11.Gíslunn Loftsdóttir 13,07m

17/11.Þorsteinn B Sigurðsson 3,90m

Höggleikur án forgjafar

Laila Ingvarsdóttir á 194 höggum

Hilmar Harðarson á 174 höggum

Punktakeppni með forgjöf

konur:

1.sæti Ragna Valdimarsdóttir

2.sæti Þuríður Jóhannsdóttir

3.sæti Sigrún B Magnúsdóttir

Karlar:

1.sæti Jóhannes Jónssson

2.sæti Eyjólfur Sigurðsson

3.sæti Þorsteinn Stígsson

Keppendur í mótinu voru 62.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Comments are closed.