Að spila BARA níu holur.

Að spila BARA níu holur.

Núna er nýtt ár er að ganga í garð og nýtt golfár að byrja þá langar mig að segja ykkur frá því sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur.

Ég hef átt 2 fundi með Joaquin framkvæmdastjóra Vistabella og þar tókust samningar um að Teigur fengi fleiri rástíma árið 2020 en samið hafði verið um upphaflega og munar það okkur miklu að geta boðið fleiri meðlimum að spila á leikdögum og vonandi fleiri gestum líka þó það sé að mínu mati ekki alalatriði í starfsemi klúbbsins.

Þá náði ég samkomulagi um að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir aðilar sem einhverra hluta geta ekki,eða vilja ekki spila 18 holur,þeir geti leikið 9 holur á okkar leikdögum og mun rástímum þeirra stillt þannig upp að bæði 9 holu hópurinn og 18 holu hópurinn koma inn á svipuðum tíma og geta glaðst saman að leik loknum .Verð fyrir 9 holur mun verða liklega um 60% af verði 18 holu golfs

En þarna er verið að renna blint í sjóinn því ekki liggur fyrir hvað margir félagar myndu nýta sér þetta fyrirkomulag og þess vegna er nausynlegt að fá einhverja hugmynd um þörfina,þessvegna bið ég alla þá konur og karla sem myndu kjósa það að spila 9 holur í stað 18 um að hafa samband og senda mér mail eða skilaboð(aðeins þá sem vilja spila 9) og mun þáttaka í skoðanakönnuninni ráða úrslitum um hvort í þetta verði ráðist eða ekki en mail adressa mín er :Bergurbakari1@simnet.is og sími 354-8982466

Bergur M Sigmundsson formaður

Comments are closed.