Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni

Vegna skrifa formanns vil ég koma eftirfarandi á framfæri (á sama vettvangi, en einungis sýnilegt félögum):

a) Ég var í upphafi árs beðinn að setja inn starfsáætlun ársins 2021 af formanni klúbbsins. Ég útiloka ekki að ég kunni að hafa óvart ritað 20. október í stað 22. október sem leikdag (hef ekki lengur blaðið sem ég fékk í hendur til að setja á vefinn), en það var þá ekki gert af ásettu ráði og starfsáætlunin hafði verið á vefnum nánast allt þetta ár og aldrei verið leiðrétt.

b) Ég ræddi við Jóakim framkvæmdarstjóra Vistabella eftir að þessi mistök urðu með leikdaga og hann tjáði mér að hann hefði sent formanni á föstudegi (15. október) upplýsingar um að næsti leikdagur yrði miðvikudagurinn 20. október og óskað staðfestingar þar á. Þetta segist Jóakim alltaf gera. Formaður okkar vissi því 5 dögum fyrr að leikið yrði á miðvikudegi vikuna á eftir en ekki á föstudegi.

Níels Karlsson

Comments are closed.