Ábendingar vegna þátttöku í mótum á Vistabella.

Ábendingar vegna þátttöku í mótum á Vistabella.

Kæru félagar, nokkuð hefur borið á ruglingi við greiðslu teiggjalda þegar félagar koma til leiks og gera upp við afgreiðsluna á vellinum. Fyrst og fremst eru það greiðslur fyrir afnot af golfbílum þegar pör eru í sitthvorum ráshópnum. Þegar þannig háttar til þarf hvor aðilinn um sig að greiða sinn hlut í golfbíl sem hefur verið áætlaður fyrir viðkomandi og er þá betra að þeir sem deila bílum geri þá upp í sameiningu. Ef það er ekki gert verða félagar stakir í bílum og verða krafnir um fullt gjald fyrir bílinn í stað þess að deila kostnaðinum með þeim sem eru í sama ráshópi.

Vegna þess að það getur tekið tíma að gera sig kláran fyrir golfleikinn er nauðsynlegt að leikmenn mæti tímanlega og er gjarnan miðað við að leikmenn þurfi að vera komnir á staðinn að minnsta kosti 30 mínútum fyrir rástíma og komnir að rásteigi eigi síðar en 10 min fyrir áætlaðan rástíma. Það er ömurlegt að horfa upp á leikmmenn koma á síðustu stundu á teig og jafnvel láta bíða eftir sér þegar þangað er komið vegna þess að viðkomandi er ekki tilbúinn til að hefja leikinn. Munum að leikhraðinn miðast við hægasta ráshópinn og það smitar frá sér og seinkar öllum sem á eftir koma. Sýnum tillitsemi og njótum leiksins.

Tillaga að rástímaröð er birt hér að neðan en rétt er að geta þess að hún hefur ekki verið samþykkt af vallarstjórn ennþá. Breytingar ef einhverjar verða verða birtar hér á síðunni um leið og hægt er. Við skulum bara vona að það þurfi ekki að breyta neinu.

Comments are closed.