25. apríl 2024.
Sæl öllsömul og takk fyrir samveruna í Mojacar, sem var frábær.
Þetta skeyti er svona NETT áminning um að við ætlum að spila TEXAS SCRAMBLE fimmtudaginn 25.04.
Meðfylgjandi er útskýring á því hvernig slíkur hringur gengur fyrir sig.
Texas Scramble
Í Textas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði. Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna. Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og hefur fyrirkomulagið notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót.
Það eru allnokkur pláss laus ennþá en munið, fyrstur kemur fyrstu fær,
Kv.
Mótanefnd.