Rástímaröð á Vistabella 8. nóv. 2022

Rástímaröð á Vistabella 8. nóv. 2022

Kæru félagar, munið að m´ta tímanlega og tala ykkur saman um bókanir og uppgjör golfbíla. Ennfremur minnum við á almenna kurteisi og góða umgengni um völlinn. Gangi ykkur vel. Nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 7. braut verða á morgun, A T H U G I Ð ! það þurfti að breyta rástímum vegna þess að það er mikið að gera á vellinum.

Þriðjudagsmótin

Þriðjudagsmótin

Ágætu félagar, Mótanefnd hefur ákveðið að veitt verði tvenn verðlaun fyrir höggleik án forgjafar í þriðjudagsmótunum auk verðlauna fyrir punktakeppni með forgjöf. Ein verðlaun í kvennaflokki og ein í karlaflokki. Ef sami einstaklingur vinnur höggleikinn og punktakeppnina fær hann verðlaun fyrir punktakeppnina, en sá sem annar var í höggleik fær verðlaunin fyrir höggleikinn. Athugið að nauðsynlegt er að ljúka leik á hverri braut til að taka þátt í höggleiknum.

Golfmót fimmtudaginn 10. nóv. 2022

Golfmót fimmtudaginn 10. nóv. 2022

Ágætu félagar, Næsta fimmtudag (10. nóv.) verður aukamót utan mótaraðar hjá okkur. Fyrirkomulagið verður 4 manna Texas Scramble með forgjöf. Þá leika fjórir kylfingar saman í liði og fer leikurinn þannig fram að allir leikmenn slá af teig og velja síðan besta teighöggið. Því næst slá allir af þeim stað og velja svo aftur besta höggið. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þar til boltinn er kominn í holuna. Skylt er að velja að minnsta kosti tvö teighögg frá hverjum liðsmanni….

Read More Read More

Úrslit og myndir 1. nóv. 2022

Úrslit og myndir 1. nóv. 2022

Hér koma úrslitin 1.11.2022 Konur:1. sæti:  Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir 31 punktur2. sæti:  Unnur Halldórsdóttir 31 punktur Karlar:1. sæti:  Sigurjón Óskarsson 44 punktar2. sæti:  Hjörtur Björgvin Árnason 37 punktar Nándarverðlaun á 2. braut eftir eitt högg:  Óli Már 3.02m. Myndir tóku Svanberg Guðmundsson og Sigurjón Sindrason.  

Ábendingar vegna þátttöku í mótum á Vistabella.

Ábendingar vegna þátttöku í mótum á Vistabella.

Kæru félagar, nokkuð hefur borið á ruglingi við greiðslu teiggjalda þegar félagar koma til leiks og gera upp við afgreiðsluna á vellinum. Fyrst og fremst eru það greiðslur fyrir afnot af golfbílum þegar pör eru í sitthvorum ráshópnum. Þegar þannig háttar til þarf hvor aðilinn um sig að greiða sinn hlut í golfbíl sem hefur verið áætlaður fyrir viðkomandi og er þá betra að þeir sem deila bílum geri þá upp í sameiningu. Ef það er ekki gert verða félagar…

Read More Read More

Tilkynning

Tilkynning

Kvöldverður Annað kvöld verður sameiginlegur kvöldverður klúbbfélaga í Teigi á veitingastaðnum Bananatree hefst hann kl. 18.00. Skráningu þátttöku er lokið og eru þátttakendur milli 60 og 70. Mojacar Fyrir rúmri viku tilkynnti stjórn Marina Playa Hótelsins að þeir hefðu ákveðið að loka hótelinu í vetur og kæmi lokunin til framkvæmda 1. nóvember. Þessi ákvörðun kollvarpaði öllum okkar áætlunum. Hófst nú vinna við að finna annað hotel. Það eru mörg hotel í Mojacar sem loka yfir veturinn og því var það…

Read More Read More