Nýir félagar

Nýir félagar

Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn að loknum leik í dag og bjóðum við þær velkomnar:  Laufey Eyjólfsdóttir og Steinþóra Fjóla Jónsdóttir.  Myndir tók Svanberg Guðmundsson.

Félagsgjöld

Félagsgjöld

Félagsgjöld   Athygli félaga er vakin á því að samkvæmt samþykkt aðalfundar er eindagi félagsgjalda fyrir árið 2023  1. Janúar 2023 . Þeir sem ekki greiða eða láta vita fyrir þann tíma teljast ekki lengur vera félagar í golfklúbbnum Teigi Amigos á Spáni. Hilmar Helgason gjaldkeri Netfang:  hilli.helgason@gmail.com

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Kæru félagar í Teig.   Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og nýjárs og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Hafið það sem allra best og hittumst hress og kát á næsta ári.                                Kv.  Guðlaugur Jónsson

Teigur Amigos, rástímar á Vistabella 20.12.2022

Teigur Amigos, rástímar á Vistabella 20.12.2022

Kæru félagar, nú er bókunum í golf á vegum Teigs amigos lokið þetta árið. Við hefjum leikinn aftur hinn 9. janúar 2023 og þá verða svolitlar breytingar, mótin okkar verða á mánudögum og föstudögum, mótaröðin á mánudögum og aðrir möguleikar á föstudögum. Skráning vegna mánudagsmóta verður frá mánudegi til fimmtudags og þarf henni að vera lokið á miðnætti á fimmtudeginum fyrir næstu umferð. Stefnt er að því að birta rástíma eigi sí’ðar en á laugardegi fyrir mót. Reglur um föstudagsskráningu…

Read More Read More