Teigur amigos rástímar á Vistabella 30. jan. 2023
Sjáum sjálf um skorkortin sem við tökum í afgreiðslunni þegar við göngum frá. Tillitsemi og kurteisi kostar ekki neitt og bros eru líka ókeypis. Njótið dagsins.
Sjáum sjálf um skorkortin sem við tökum í afgreiðslunni þegar við göngum frá. Tillitsemi og kurteisi kostar ekki neitt og bros eru líka ókeypis. Njótið dagsins.
Tveir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn að loknum leik í dag og bjóðum við þær velkomnar: Laufey Eyjólfsdóttir og Steinþóra Fjóla Jónsdóttir. Myndir tók Svanberg Guðmundsson.
Kæru félagar, vinsamlega athugið að smávægilegar breytingar hafa orðið á nafnalistanum, nöfn í síðasta rástíma eru önnur en áður var. Mætum tímanlega og njótum dagsins, skorkort eru í afgreiðslunni.
Félagar og gestir eru áminntir um að hraða leik eftir föngum og virða reglur engu að síður. Leikhraði miðast við hópinn á undan en ekki þann sem á eftir kemur. Látið ekki verða tóma braut milli ykkar og næsta ráshóps á undan ykkur. Njótið dagsins og góða skemmtun.
Kæru félagar , gleðilegt nýtt ár og verið velkomin til leiks. Leikmenn taki skorkort hjá Caddy master um leið og gengið er frá teiggjaldi. Umferðin er utan mótaraðarinnar. Gangi ykkur öllum vel og njótið dagsins.
Félagsgjöld Athygli félaga er vakin á því að samkvæmt samþykkt aðalfundar er eindagi félagsgjalda fyrir árið 2023 1. Janúar 2023 . Þeir sem ekki greiða eða láta vita fyrir þann tíma teljast ekki lengur vera félagar í golfklúbbnum Teigi Amigos á Spáni. Hilmar Helgason gjaldkeri Netfang: hilli.helgason@gmail.com
Kæru félagar í Teig. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og nýjárs og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Hafið það sem allra best og hittumst hress og kát á næsta ári. Kv. Guðlaugur Jónsson
Kæru félagar, nú er bókunum í golf á vegum Teigs amigos lokið þetta árið. Við hefjum leikinn aftur hinn 9. janúar 2023 og þá verða svolitlar breytingar, mótin okkar verða á mánudögum og föstudögum, mótaröðin á mánudögum og aðrir möguleikar á föstudögum. Skráning vegna mánudagsmóta verður frá mánudegi til fimmtudags og þarf henni að vera lokið á miðnætti á fimmtudeginum fyrir næstu umferð. Stefnt er að því að birta rástíma eigi sí’ðar en á laugardegi fyrir mót. Reglur um föstudagsskráningu…