Myndapóstur – Villaitana – Verðlaunaafhendingar og skorkortavinningar – miðvikudaginn 13. nóvember 2024
Í lokahófi haustferðarinnar voru veitt verðlaun fyrir tveggja daga golfmótið á Levante golfvellinum, við Melia Villaitana hótelið fyrir ofan Benidorm. Báðir golfvellirnir við Villaitana hótelið; Levante og Poniente (í gilinu), eru 18 holu vellir. Aðalfundurinn og lokahófið voru í ,,Kirkjunni”, sem er stórglæsilegt hús, fundurinn á efri hæðinni (sjá annan myndapóst) en lokahófið á neðri hæðinni. Einnig var dregið úr hinum ýmsu skorkortum (nöfnum klúbbfélaga og gesta) og afhentir margir góðir vinningar. Nýr formaður Teigs, Þór Ottesen Pétursson, afhenti verðlaunin…