Verðlaunavísur á “páskamóti” Teigs á Skírdag.
Ágætu félagar. Það var brugðið út af venju með verðlaun á mótinu á Skírdag og gefin “útlensk” páskaegg. Þar sem enginn er málsháttur í slíkum þá setti Unnur Halldórsdóttir saman vísu sem fylgdi hverjum vinningi. Í golfið fór ég glöð hjá Teig á grínum naut ég heppni Á Vistabella var ég seig að vinna punktakeppni. Í punktakeppni er parið gott, um púttin fátt ég segi. Ég náði þó í feikiflott fyrsta sæti hjá Teigi….