Fundargerð stjórnar 22. nóv. 2024

Fundargerð stjórnar 22. nóv. 2024

Golfklúbburinn Teigur Amigos.

Fyrsti stjórnarfundur Golfklúbbsins Teigs Amigos  starfsárið 2025 – 2026 haldinn á heimili varaformans Teigs,  Guðmundar Á. Péturssonar, þann 22.nóvember 2024 kl. 13.00.

Mætt voru:  Þór Ottesen formaður, Guðlaugur Jónsson varamaður í stjórn,  Guðmundur Á. Pétursson varaformaður, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir ritari  og Sigríður Snorradóttir formaður mótanefndar.

Hilmar Helgason og Hjörtur B. Árnason boðuðu forföll.

Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

Boðuð dagskrá var sem hér segir:

1  Verkaskipting stjórnar.

2  Leikdagar

3  Félagatal

4  Önnur mál.

Gengið var til dagskrár:

1  Verkaskipting stjórnar:    Hilmar Helgason gjaldkeri,  Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir ritari.  Sigríður Snorradóttir formaður mótanefndar, Hjörtur B. Árnason í mótanefnd og Guðlaugur Jónsson varamaður í stjórn verður í samninganefnd ásamt varaformanni Guðmundi Á. Péturssyni.

2  Áætlað var að klúbburinn yrði í Mojacar dagana 14. til 17. apríl 2025  en því var flýtt vegna páska og aukins kostnaðar á þeim tíma. Vorferðin verður því farin 7.- 10. apríl.  Vegna þessara breytinga verða teigtímar færri en venjulega 14. og 16. apríl .

3  Félagatal.  Símon hefur séð um félagatalið, mótareglur, reglugerðir um mót og niðurstöður úr mótaröðinni.  Umræður um hvernig  verkaskipting verði á þessu í framtíðinni.  Niðurstaðan var sú að Símon sjái um félagaskránna, Sigríður taki á móti nýjum umsóknum í Teig, Hjörtur um reglugerð móta,  en niðurstaða mótaraðarinnar fæst úr Golfboxinu.

4  Önnur mál:

a  Sigríður lagði til að takmarka fjölda gesta í vor og haustferðir klúbbsins, aðeins yrði hægt að skrá einn gest á hvern félagsmann og var það samþykkt.

b  Það þarf að skerpa á varðandi færslur á golfvellinum, formaður mótanefndar ætlar að senda út reglur varðandi þetta og ræsar eru hvattir til að fara yfir þessar reglur með leikmönnum í upphafi leiks.

c  Guðlaugur ræddi um samskipti við Hellishóla varðandi golfboxið.  Víðir sendi póst vegna samnings Hellishóla við Teig  og mun hann gilda út árið 2025 en verður endurskoðaður á næsta ári 2025.  Guðlaugur fékk umboð til að ræða við Arnar hjá GSÍ til að fá upplýsingar varðandi Golfboxið.

d  Guðlaugur opnaði umræðu um haustferðina 2025 og var ákveðið að fela Guðlaugi og Guðmundi að hafa samband við Alicante golf og La sella golf og fá tilboð í gistingu og golf svipað og hefur verið undanfarin ár. Tímasetning væri ákjósanleg 4.- 7. nóv 2025.

e  Konunum í viðburðarnefndinni falið að kanna möguleika á að fá nýja golfboli fyrir félagsmenn Teigs, þeir gömlu þykja of þykkir og konur hafa óskað eftir að hafa möguleika á að geta fengið þá líka ermalausa

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl.15.00

Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir, fundarritari.