Fundargerð stjórnar 14. okt. 2024
Golfklúbburinn Teigur Amigos.
Sjöundi stjórnarfundur Golfklúbbsins Teigs Amigos starfsársins 2023-2024 haldinn á Vistabella 14. október 2024 kl. 14.30
Mættir voru: Guðlaugur Jónsson formaður, Hjörtur B. Árnason , Hilmar Helgason, Guðmundur Ágúst Pétursson, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir og Sigríður Snorradóttir Jóhanna Guðbjörnsdóttir boðaði forföll. Einnig sat Bjarni Bjarnason fundinn.
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.
Dagskrá:
1 Fara yfir ferðina til Villaitana 11.-14.nóvember n.k.
2 Samningar við Vistabellla fyrir 2025.
3 Golfbox umræða um greiðslur til Hellishóla.
4 Fjölgun félaga í klúbbinn. Stoppa skráningu?
5 Önnur mál.
A Rástímar klárir, ca: 100 sem spila. Áætlað er að alls verði 112 manns í ferðinni 75 félagar auk gesta. Bergur lætur vita um tilhögun tapas kvöldverðarins fljótlega. Félagsmenn ábyrgjast greiðslur vegna gesta sinna en félagsmenn eru í boði klúbbsins í kvöldverðinum. Þarf að setja aukin kraft í að safna vinningum.
B Samkomulag við klúbbinn fyrir árið 2025 er ekki í höfn. Guðlaugur og Hilmar eiga fund með þeim 25. október.
C Guðlaugi Jónssyni formanni var falið að komast að samkomulagi við Víði á Hellishólum.
D Í október stendur til að taka inn eiginkonur nokkurra félaga.
E Önnur mál:
a) Fá heimild aðalfundar til fjölgunar félaga á næsta ári.
b) Skoða innheimtu árgjalda 2025 og leggja það til grundvallar fjölgunar félagsmanna.
c) Rætt um hvort ætti að taka inn nýja félaga aðeins einu sinni á ári.
d) Athuga með myndatöku á spiladögum, hafa samband við Arinbjörn Sigurgeirsson.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 15.30