Fundargerð aðalfundar 8. nóv. 2023
Aðalfundur Teigs haldinn í Mojacar 8.11.2023
Mætt eru:
Guðlaugur, Hilmar, Ellert, Guðm. Ágúst og Jóhanna stjórnarmeðlimir og nálægt 60 fundar og mótsgestir..
Guðlaugur formaður setur fundinn og stjórnar honum.
1. Skýrsla stjórnar:
Guðlaugur las skýrslu stjórnar.
2. Ársreikningur:
Hilmar kynnti ársreikninginn og gaf skýringar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning:
Skýrslan og ársreikningurinn samþykkt með lófataki.
4. Viðurkenning og inntaka nýrra félaga:
Því miður var Eyjólfur Sigurðsson hvatamaður og einn af stofnefndum Teigs ekki viðstaddur.
Guðlaugur sýndi grip sem honum verður færður í viðurkenningaskyni
Niu manns voru tekinn inn í klúbbinn.
5. Stjórnarkjör:
a) Guðlaugur Jónsson formaður
b) Guðmundur Ágúst Pétursson varaformaður
c) Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir og Hjörtur B. Árnason til tveggja ára
d) Hilmar Helgason til eins árs
e) Sigríður Snorradóttir og Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir í varastjórn
f) Særós Guðnadóttir skoðunarmaður reikninga
g) Sigríður Snorradóttir er formaður mótanefndar
6. Önnur mál:
Tillaga um að fjölga félögum í 140 var samþykkt einróma eftir nokkrar umræður.
Ellert þakkaði verðlaunagjafir og las upp hverjir það eru, einnig kynnti hann tilboð frá Golfskálanum fyrir haustmót Teigs 2024, Þ.e. annarsvegar La Sella og hins vegar Villaitana golf við Benidorm.
Villaitania varð fyrir valinu eftir að Jón Steinn hafði dásamað staðinn og sagt að það væri hverrar krónu virði
Arinbjörn talaði um umbun vegna félagsstarfa, Halldór lagði líka til málanna. Engin afstaða tekin af hálfu stjórnar að svo stöddu.
Fundi slitið.
Jóhanna Guðbjörnsdóttir
Verðlaunasfhending:
Andrés Sigmundsson annaðist verðlaunaafhendinguna af sinni einskærri snilld.
Konur: punktakeppni með forgjöf.
1.sæti Kristjana Skúladóttir 70 punktar
2.sæti Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir 67 punktar
3.sæti Ragna Valdimarsdóttir 60 punktar
Karlar: punktakeppni með forgjöf.
1.sæti Ellert Róbertsson 69 punktar
2.sæti Hjörtur Björgvin Árnason 65 punktar
3.sæti Bjarni Bjarnason 63 punktar
Konur höggleikur án forgjafar.
1.sæti Alma Harðardóttir 208 högg
Karla höggleikur á forgjafar.
1.sæti Hjörtur Björgvin Árnason 177 högg
Nándarverðlaun.
2.braut Gunnólfur Árnason 3.15m.
17.braut Áslaug Sigurðardóttir 9,25m.
17.braut Árni Sveinbjörnsson 6.13m.