Við spilum GREENSOME á fimmtudaginn.
https://golfdirecto.com/embed/booking?game=659c098b8662192250124cb1&lang=en Ágætu félagar. Nú er komið að síðasta mótinu okkar fyrir Mojacar og við ætlum að spila GREENSOME. Meðfylgjandi er útskýring á hvernig það er spilað. Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptist, sá sem átti teighöggið sem ekki var valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til boltinn er kominn í holu… og þá er skrifað sameiginlegt skor beggja. Breytingar þarf…
Það var að losna 1 pláss á fimmtudaginn !!!
BÚINN AÐ FÁ GOLFARA Í ÞETTA PLÁSS.
Leikfyrirkomulag n.k. fimmtudaga.
Svona rétt til að breyta aðeins til hjá okkur þá eru hér “örlitlar” útskýringar á leikfyrirkomulagi komandi fimmtudaga. Betri bolti, fimmtudaginn 4. apríl. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið og kemur þaðan heitið Betri bolti. Greensome, fimmtudaginn 11. apríl. Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig…
Rástímar 4. apríl 2024
https://golfdirecto.com/embed/booking?game=659c08cf8662192250092ce5&lang=en Ágætu félagar. Eins og ég nefndi í pósti í s.l. viku þá ætlum við að bregða útaf vananum og spila BETRI BOLTA n.k. fimmtudag. Það verða engir sérstakir ræsar að þessu sinni, ég mun samt hafa auga með ykkur 😁, enda vitið þið, ágætu félagar, ALLT um völlinn og hvernig á að spila hann 😊 en endilega að muna að reyna að halda í við næsta holl. Það eru a.m.k. 5 á biðlista. Athugasemdir sendist á hjortur@vesturland.is Nándarverðlaun verða…
Verðlaunavísur á “páskamóti” Teigs á Skírdag.
Ágætu félagar. Það var brugðið út af venju með verðlaun á mótinu á Skírdag og gefin “útlensk” páskaegg. Þar sem enginn er málsháttur í slíkum þá setti Unnur Halldórsdóttir saman vísu sem fylgdi hverjum vinningi. Í golfið fór ég glöð hjá Teig á grínum naut ég heppni Á Vistabella var ég seig að vinna punktakeppni. Í punktakeppni er parið gott, um púttin fátt ég segi. Ég náði þó í feikiflott fyrsta sæti hjá Teigi….
Skilaboð frá gjaldkera v/ Mojacar
Vil minna á að eindagi greiðslu fyrir Mojacar ferðina er 29.mars og félagar eru ábyrgir fyrir greiðslu gesta sinna. Hilmar Helgason gjaldkeri
Fimmtudagur 28. mars 2024
https://golfdirecto.com/embed/booking?game=659c082586621922500789d1&lang=en Ágætu félagar. Hér eru rástímarnir fyrir golfið n.k. fimmtudag. Fullbókað er í mótið og allnokkrir komnir á biðlista. Mótið að þessu sinni verður með hefðbundnum hætti en við ætlum að breyta aðeins til frá og með aprílmánuði. Þá er hugmyndin að spila t.d. Betri bolta, Greensome eða Texas. Byrjum á BETRI BOLTA. Betri bolti Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins…
9 holu golf.
Ágætu félagar. Þeim félögum fjölgar sem vilja spila 9 holur í stað 18, sem er hið besta mál, en mótanefnd biður ykkur endilega að láta okkur vita ef svo er um leið og þið skráið ykkur því það kallar á öðruvísi niðurröðun. Þetta er nefnt sökum þess að s.l. fimmtudag var bara 1 eftir í holli eftir fyrri 9 sem er auðvitað ekki gott. Kv. Mótanefnd.
Rástímar fimmtudaginn 21. mars
https://golfdirecto.com/embed/booking?game=659c074c86621922500439d1&lang=en Ágætu félagar. Hér koma rástímarnir fyrir n.k. fimmtudag. Nándarverðlaun verða á 7. braut. Ræsir verður Hjörtur Árnason. Rástími Nr. Nafn Golfbox nr. G B R Buggy Annað 11:40 1 Júlíus Snorrason 7-5450 X X 11:40 1 Steindór Björnsson 7-5891 X X Gestur 11:40 1 Árni Sveinbjörnsson 5-1555 X 11:40 1 Skúli Guðmundsson 9-1538 x X 11:50 2 Linda Ragnarsdóttir 7-5449 X 11:50 2…