Teigur amigos, rástímar á Vistabella 13.03.2023
Bestu kveður
Bestu kveður
Jóhanna Guðnadóttir kl 10:00 og Eyjólfur Sigurðsson kl 10:50 hafa boðað forföll, fínt ef einhverja langar að fylla í skörðin/skarðið
Nú hef ég fyrir satt að vorið sé að nálgast eftir erfitt kuldakast hér á Spáni. Njótið dagsins, farið að reglum og gætið að leikhraðanum.
Rásröðin á Vistabella birtist hér að neðan. Vijð viljum biðja félaga að taka tillit til okkar sem útbúum gögn fyrir mótin okkar og ljúka skráningu tímanlega. Skráningu lýkur á miðvikudagskvöldi fyrir næstkomandi mánudag og vil ég biðja ykkur að virða tímamörkin því það tekur mikinn tíma að bæta við leikmönnum eftir að búið er að raða í holl og útbúa þau gögn sem notuð eru í tengslum við þessi mót. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til að sjálfboðaliðar sem…
Okkur bárust staðarreglur Vistabella vallarins í lauslegri þýðingu og birtum þær hér svo leikmenn okkar geti farið eftir þeim.
Leikmönnum er bent á að við förum eftir golfreglunum í mótum Teigs og því er gert ráð fyrir því að leikmenn hafi kynnt sér reglurnar og fari eftir þeim. Hér á síðunni verður aðeins tæpt á ýmsum atriðum í leiknum sem við þurfum að hafa í huga. Grunnreglurnar eru 24 og það getur reynst erfitt að framfylgja þeim út í æsar en nauðsynlegt er að hafa þær til viðmiðunar þegar við keppum í golfi. Að gefnu tilefni ætla ég að…
Kæru félagar hér að neðan eru rástímar fyrir næsta mánudag, mætum tímanlega og eigum ánægjulegan golfdag saman. Vinsamlega athugið að þar sem föstudagsgolf er að hefjast þurfum við að flýta skráningum fyrir mánudagsgolfið um einn dag. Skráning í mánudagsgolf hefst að leik loknum á mánudögum og lýkur næsta miðvikudagskvöld kl 24:00 (á miðnætti).
Mótaröðin hefst með þessu móti. Við spilum eftir reglunum og veitum verðlaun fyrir góða frammistöðu, næst holu á flöt í upphafshöggi á 2. holu og fyrir besta árangur í mótinu sem er punktakeppni með forgjöf (Stableford). Athugið að þeir sem raða sér sjálfir í ráshópa spila utan mótaraðar. Athugið hér er leiðrétt rástímaskráning