Browsed by
Author: Guðlaugur Jónsson

Fréttabréf.

Fréttabréf.

Stjórnin hefur fundað og verið að finna stað fyrir aðalfund Teigs í nóvember í ár. Fórum að athuga að vera með fundinn í Almeíra 20. nóv. en þegar átti að klára samninga voru af margir óvissuþættir, þannig að við hættum við. Höfðum síðan samband við Mojacar og náðum þar samningi að vera 6.-9. nóv. á Marína Playa Hótel sem er það sama sem við vorum á í vor. Verðið er mjög svipað og var þá. Látum ykkur vita nánar með…

Read More Read More

Áramótaferð

Áramótaferð

Golfskálinn er að bjóða okkur ferð um áramótin 29.des – 02. jan 2024. Þetta verða 4 nætur og 3 dagar í golfi  30, 31. des. og 01. jan. Einu sinni á Poniente með bíl og tvisvsr á Levente + bill 40 Eur þetta eru allt morguntímar. Gisting með morgunmat og galadinner á gamláskvöld. Verð 105.000 á mann í tvíbýli, 127.000 í einbýli. Ef ekki er spilað golf þá dregst frá 16.500. Ef sleppt er galadinner þá lækkar verð um 30.000…

Read More Read More

Leikdagar:

Leikdagar:

Ég vil endilega minna fólk á að það er leikdagur 28. apríl föstudag kl 11.50 og er skráning hafin.  Síðan eru leikdagar á mánudögum í mai 1.-8.-15.-22.-og 29. og er leikið kl 10.00.  Nú er tækifæri að bjóða vinum með og hafa gaman.

Golfmót Mojacar.

Golfmót Mojacar.

Kæru félagar Teigs og gestir. Eftir daginn í dag kom fram að fólk er of lengi að leita að týndum kúlum. Það eru tilmæli til ykkar á morgun 19. apríl að þá verður bara hægt að leita í  3 min það eru reglur í golfi. Á morgun 19. apríl þegar leik er lokið, kl. 1800 verður fundur hjá okkur í sal á hótelinu þar sem verða veitt verðlaun fyrir golfið. Gestir okkar eru velkomnir á þennan fund.

Ferðin til Mojacar

Ferðin til Mojacar

Þá er komið að því að fara  vorferðina til Mojacar. Þar verðum við dagna 17. – 20. apríl.  Hótelið heitir Hotel Servigroup Marina Playa og golvöllurinn Clup Marina sem er þar rétt hjá. Kept verður í punktakeppni með forgjöf og  höggleik. Mótið hefst  Þrijudag 18. apríl og spilað er líka á miðvikudag. Fyrsti rástími er kl 09.00 báða dagana. Mótsreglur verða kynntar á mánudag á hótelinu seinnipartinn eftir keppnina um fyrsta og annað  sætið í mótaröðinni,  sem verður kl 1600…

Read More Read More

Vormót Mojacar.

Vormót Mojacar.

Sú staða er komin upp að tveir félagar  eru jafnir að puntum í lok mótaraðar fyrir 6 bestu hringina. Samhvæmt reglum skal leika 3. holu umspil með forgjöf, ef enn er jafnt skal leika bráðabana uns niðurstaða næst um 1. sætið. Áhveðið er að leikið verði á 16.-17.og18. holu á Mojacarvellinum kl 16.00 og fólk getur labbað með keppendum. Þetta verður bara gaman.