Browsed by
Author: Guðlaugur Jónsson

Reglur fyrir mótið.

Reglur fyrir mótið.

Sumarmót Teigs í Borgarnesi. 27. júní 2024 á Hamarsvelli. Mótsstjórn: Bjarni B, Hjörtur, Guðlaugur, Hilmar H, Sigríður Snorrad., Punktakeppni: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta með forgjöf. Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum. Höggleikur: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg án forgjafar.. Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir punktakeppni. Sá/sú sem næst kemur í höggleik skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni….

Read More Read More

Sumarmótið 27/06

Sumarmótið 27/06

Þá fer að styttast í mótið í Borgarnesi. Hér kemur matseðillinn sem verður. Forréttur: Hægeldaður saltfiskur og epla majónes. Aðalréttur: Nautalund, rótargrænmeti, kartöflur og bernaisa sósa. Eftiréttur: Vanillu panna cotta. Gott væri að vita með góðum fyrirvara ef einhverjir eru með ofnæmi eða sérþarfir og kokkurinn matreiðir eitthvað annað í staðinn. Matur verður borinn fram kl: 1900. Allar upplýsingar um mótið koma eftir nokkra daga og verðir birt hér á vefnum og rástímar koma á netinu líka. Kv: Guðlaugur

Sumarmótið

Sumarmótið

Sæl öllsömul, nú fer að styttast í mótið hjá okkur í Borganesi sem verður 27 júni.  Það eru 75 manns búin að skrá sig og enn eru pláss.  Verðið er 64.900 á hjón  þ,e. gisting, matur og golf,  Ef fólk ætlar ekki að gista er verð fyrir golf 5600 fyrir manninn og ef viðkomandi vill vera í matnum þá er verðið 9900 fyrir matinn.  Til að skrá sig á hótelið þá hafið þið samband við Hótel Hamar.  Í golf og…

Read More Read More

Vorferð í Mojacar.

Vorferð í Mojacar.

Þá er komið að þvi að við höldum til Mojacar í vormót okkar. Við verðum á sama stað og áður áHótel Marina Playa sem er rétt við hliðina á golfvellinum. Hægt er að skrá sig inn um og eftir hádegi mánudags. 15.apríl.  Við munum hittast kl1800. á mánudeginum á hótelbarnum á fyrstu hæð, og fara yfir dagskrána þessa tvo daga.  Ráslisti mun liggja fyrir á mánudag, ræst er út kl 0800.   Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega á teig. …

Read More Read More

Sumarmót 27. júni Hamarsvöllur.

Sumarmót 27. júni Hamarsvöllur.

Sumarmótið: Fimmtudaginn 27. júni.  Ræst verður út kl. 09.00.  Punkta og höggleikur. Þeir sem ætla að gista á hótelinu verða að hafa samband við hótelið til að panta. ( s. 433 6600) Verð er 64.900 kr. fyrir gistingu, þriggja rétta máltíð og golf, þetta er pakki fyrir tvo. Þeir sem eru eingöngu i golfi og mat er verðið fyrir golfið 5.600 kr. og matinn  9.900 kr. á mann. Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu hafi samband við Guðlaug…

Read More Read More

Páskakveðja.

Páskakveðja.

Kæru félagar. Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra páska. Nú er verið að leggja lokahöndina á undirbúning fyrir Mojacar sem verður 15.-18. apríl. Síðasti greiðsludagur er í dag 29/03 til gjalkera okkar hans Hilmars. Við munum senda allar upplýsingar til ykkar um dagskrá þessa daga og ferðatilhögun fljótlega.  Eigið góða helgi.

Mojacar 15.-18. apríl

Mojacar 15.-18. apríl

Kæru félagar.  Nú er svo komið að fullbókað er í golfið í Mojacar og er því búið að loka fyrir skráningu. Mig langar að minna ykkur á sameiginlega matinn föstudaginn 15. mars kl 20 Guðmundur Ágúst (gusti@adidas.is ) tekur við skráningu.

Alicante golf

Alicante golf

Kæru félagsmenn, okkur hefur borist tilboð frá Úrval Útsýn  um golf á Alicante golf /El Plantio völlum, verðið er 75 EUR 18 holur með bíl. Það er hægt að ganga á Ell/Plantio ef fólk vill. Þeir sem hafa áhuga hafa samband við Leif Miguel í síma 00 354 660 67 32 eða leifur@uu.is