Browsed by
Author: Guðlaugur Jónsson

Páskakveðja.

Páskakveðja.

Kæru félagar. Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra páska. Nú er verið að leggja lokahöndina á undirbúning fyrir Mojacar sem verður 15.-18. apríl. Síðasti greiðsludagur er í dag 29/03 til gjalkera okkar hans Hilmars. Við munum senda allar upplýsingar til ykkar um dagskrá þessa daga og ferðatilhögun fljótlega.  Eigið góða helgi.

Mojacar 15.-18. apríl

Mojacar 15.-18. apríl

Kæru félagar.  Nú er svo komið að fullbókað er í golfið í Mojacar og er því búið að loka fyrir skráningu. Mig langar að minna ykkur á sameiginlega matinn föstudaginn 15. mars kl 20 Guðmundur Ágúst (gusti@adidas.is ) tekur við skráningu.

Alicante golf

Alicante golf

Kæru félagsmenn, okkur hefur borist tilboð frá Úrval Útsýn  um golf á Alicante golf /El Plantio völlum, verðið er 75 EUR 18 holur með bíl. Það er hægt að ganga á Ell/Plantio ef fólk vill. Þeir sem hafa áhuga hafa samband við Leif Miguel í síma 00 354 660 67 32 eða leifur@uu.is

Mojacar 15.til 18. apríl,

Mojacar 15.til 18. apríl,

Ágætu félagar Hér fylgja upplýsingar varðandi skráningu í vorferðina til Mojacar  15. til 18. apríl 2024. Skráning fer fram á heimasíðu Teigs TEIGUR/ SKRÁNING Í GOLF Í MOJACAR. Skráning hefst 1. mars Skráningu líkur 25. mars Greiðsla þarf að berast til Hilmars Helgasonar í síðasta lagi 29. mars Greiðsla skal inn á reikning Teigs í Sabadell banka.  Bic.BSABESBBXXX IBAN ES14 0081 1444 9400 0170 1674.Heimilisf.Calle clavo 11 03189 Orihuela. Senda afrit á email hilli.helgason@gmail.com Þegar skráð er í reitinn 2ja manna…

Read More Read More

Mótaröð.

Mótaröð.

Sæl öllsömul. Þá fer mótaröðin að byrja hjá okkur á mánudag 5. feb.  Mikil ásókn hefur verið í golfið núna í janúar og hefur mótanefnd brugðist við því að fá meira af rástímum sem hefur gengið sæmilega en mikl aðsókn er að vellinum. Á fundi um daginn náðist í einn dag  Föstudaginn 9. feb kl 1220  fyrir 20 manns og eru 8 mín á milli. Skráning er 1.- 2. feb  Síðan byrjum við á fimmtudögum, fyrsti dagurinn er fimmtudagurinn  29….

Read More Read More

Fréttabréf.

Fréttabréf.

Kæru félagar. Óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka samveruna á árinu sem er að líða. Starfseminn árið 2024 hefst 8. janúar sem er mánudagur. Skráning fyrir þann dag er strax upp úr áramótum, þið sjáið mótaskrána með því að fara inn á vefinn á  “mótaskrá ” þar eru skráðir allir leikdagar ársins. Við stefnum að því að vera í Mojacar 15. apríl, sumarmótið verður 27. júní í Borgarnesi ( Hamarsvöllur). Aðalfundur í haust ætlum við að halda á nýjum…

Read More Read More