Stjórnarkjör:
Kæru félagar: Þann 13. nóvember næstkomandi verður aðalfundur Teigs haldinn á Villaitana golf (Benedorm). Á aðalfundi fer fram kosning til stjórnar. Í ár verður kosinn formaður og varaformaður til eins árs, einn stjórnarmaður til eins árs, tveir fulltrúar í varastjórn og skoðunarmaður reikninga. Núverandi formaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu en aðrir stjórnarmenn gefa kost á sér. Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu eru beðnir að gefa sig fram til stjórnar fyrir 8. nóvember….