Browsed by
Author: Bergur

Fleiri rástímar og breytingar á rástímum,9 og 23.apríl

Fleiri rástímar og breytingar á rástímum,9 og 23.apríl

Vegna mikillar aðsóknar í golfið bæði af meðlimum og gestum undanfarið þá heimsótti ég Vistabella og fékk úthlutað 8 plássumí í viðbót við þessi 40 sem var búið að úthluta okkur næstu leikdaga eða 5,mars og 12 mars ásamt því að breyta leikdögum þannig að 9 apríl dettur út og 23.apríl kemur inn í staðinn .Þetta er gert vegna breytinga á dagsetningu Mojacar ferðarinnar,bið ég fólk að hafa þetta í huga. BergurM Sigmundsson

Skráning í Mojacar

Skráning í Mojacar

Skráning í Mojacar 8-11 apríl n.k.gengur ágætlega en ég vill ýta við þeim sem eru ákveðnir í að fara skrái sig sem allra fyrst og og komi greiðslum til Örlygs gjaldkera því fyrr því betra . Ef einhverjir eru ekki alveg klárir á skráningu á heimasíðunni þá er það undir Skráning til Mojacar,einfalt,en einfaldir hlutir eru oft flóknir ef maður kann þá ekki,þannig að þá má senda skilaboð á Bergurbakari1@simnet.is og ég kem skráningunni til skila

Nýir meðlimir bættust í hópinn

Nýir meðlimir bættust í hópinn

Samkvæmt aðalfundarsamþykkt síðasta aðalfundar þar sem samþykkt var að fjölga í 100 meðlimi í hægum skrefum voru teknir inn 4.nýjir meðlimir í dag og bjóðum við þá hjartanlega velkomna í hópinn ,en þau eru: Andrés Sigmundsson Bryndís Theódórsdóttir Ellert Róbertsson Unnur Halldórsdóttir Voru þau boðin velkomin með lófataki Bergur

Sigurvegarar 26.febr

Sigurvegarar 26.febr

Leikið var í gær í ágætisveðri og komust færri að en vildu,í fyrsta skifti sem ég veit um gerðist það að athugasemd var gerð við klæðaburð meðlims og ræddi ég það við klúbbinn ásamt því að ég gerði alvarlegar athugsaemdir við að ekki skildu vera til bílar fyrir tvö síðustu hollin,var mér lofað því að þetta kæmi ekki fyrir aftur. En úrslitin voru þannig að í fyrsta sæti kvenna var Unnur á 36.punktum,Emelía í öðru á 33 og Laila í…

Read More Read More

10 nýir félagar bættust í hópinn okkar í dag.

10 nýir félagar bættust í hópinn okkar í dag.

10 Nýjir félagar voru teknir inn í Golfklúbbinn Teigur í dag og þeir eru: Andrés Sigmundsson Ellert Róbertsson Bryndís Theódórsdóttir Guðmundur Ó Baldursson Óskar Þór Sigurðsson Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Ágúst Pétursson Sigurvin Ármannson Sonja Þorsteinsdóttir Hjörtur B Árnason Unnur Halldórsdóttir

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Í dag var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar og þar voru mætt,Aðalsteinn H Guðnason,Bergur M Sigmundsson.Hilmar Harðarson,Laila Ingvarsdóttir,Þuríður Jóhannsdóttir .Örlygur Geirsson. Fyrsta mál var inntaka tíu nýrra félaga og var samþykkt að taka alla inn strax. Rætt um skráningu þáttakenda í Golfmótinu í Mojacar á heimasíðunni.,Umsjón Golfmóts í Mojacar, Umsjón fundar og verðlaunaafhendingu mótsins. Formanni falið að kanna aðra möguleika en Mojacar til heimsóknar. Umræður voru fræðandi og fróðlegar eins og vera ber á fyrsta fundi Bergur M Sigmundssðn Formaður

Hjá körlunum gerðist sá stórmerkilegi atburður að sigurvegarinn Ólafur Ingi lék á 46.punktum og verður sér fundur í kappleikjanefnd um málið,í öðru sæti varð Sigurður Ananíasson á 35.punktum og í þriðja sæti varð svo hinn stórefnilegi kylfingur Níels Karlsson á 34.punktum.

Hjá körlunum gerðist sá stórmerkilegi atburður að sigurvegarinn Ólafur Ingi lék á 46.punktum og verður sér fundur í kappleikjanefnd um málið,í öðru sæti varð Sigurður Ananíasson á 35.punktum og í þriðja sæti varð svo hinn stórefnilegi kylfingur Níels Karlsson á 34.punktum.

Bergur

Leikið var í mótaröðinni okkar í dag á þokkalegu veðri og mættu 36 meðlimir og gestir til leiks á Vistabella Úrslit dagsins hjá konum voru þannig að sigurvegari varð Emelía Gústafsdóttir á 37 punktum ,í öðru sæti varð Gíslunn Loftsdóttir á 33 punktum og í þriðja sæti Laila Ingvarsdóttir á 29 punktum.

Leikið var í mótaröðinni okkar í dag á þokkalegu veðri og mættu 36 meðlimir og gestir til leiks á Vistabella Úrslit dagsins hjá konum voru þannig að sigurvegari varð Emelía Gústafsdóttir á 37 punktum ,í öðru sæti varð Gíslunn Loftsdóttir á 33 punktum og í þriðja sæti Laila Ingvarsdóttir á 29 punktum.

Hjá körlunum gerðist sá fáheyrði atburður að sigurvegarinn Ólafur Ingi Friðriksson lék á 46. punktum og verður líklega sérfundur í forgjafarnefnd um málið. Í öðru sæti varð Sigurður Ananíusson á 35.punktum,í þriðja sæti varð svo Níels Karlsson á 34.punktum,mikið efni þar á ferðinni sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Bergur M Sigmundsson varð svo næstur holu í öðru höggi á fyrstu holu 1,30 m.og klúðraði svo fuglinum.