Browsed by
Author: Bergur

Stjórnarfundur 6.apríl

Stjórnarfundur 6.apríl

Mætt voru Laila Ingvarsdóttir,Bergur M Sigmundsson,Aðalsteinn Guðnason Símon Aðalsteinsson Örlygur Geirsson ,Þuríður Jóhannsdóttir,Grímur valdimarsson og Halldór Yngvarsson. Rætt var um ferðina til Mojacar og þar sem formaður verður ekki á staðnum mun varaformaður Grímur Valdimarsson sjá um hans hlutverk. Örlygur Geirsson gjaldkeri mun fara yfir fjármál og stöðuna á fundinum og Símon,Hermann og félagar munu sjá um rekstur golfmótsins. Formaður skýrði frá því að breytingar hefðu orðið á þáttökulista og er eins og sumir kunni ekki að virða tímamörk og…

Read More Read More

Golf í Maí á Vistabella

Golf í Maí á Vistabella

Formaður hefur samið við Vistabella um leikdaga í maí fyrir þá félaga og gesti þeirra sem eru á svæðinu á þeim tíma ,og verður leikið á þriðjudögum og rástímar um hádegisbil. Við fengum rástíma fyrir 28 spilara þann 7.maí. og 36.spilara hina þrjá þriðjudagana og verður svipað fyrirkomulag og síðasta vetur nema að mjög líklega verður síðasta leikdaginn leikin Bændaglíma. Bergur M Sigmundsson

Aukaleikdagar í Maí

Aukaleikdagar í Maí

Gaman væri að heyra frá ykkur meðlimum hvað ykkur finnst um þá hugmynd að leika áfram út maí mánuð,ef það á hugsanlega að geta orðið þá verða menn að hafa hraðar hendur,endilega látið í ykkur heyra Bergur M Sigmundsson

Pétur minn fyrirgefðu

Pétur minn fyrirgefðu

Að gefnu tilefni þá bið ég vin minn Pétur Gíslason afsökunar á því að hafa rænt hann öðru sætinu í gær,en að sjálfsögðu var það Pétur sem lenti í öðru sæti en ekki Ólafur Ingi

Sigurjón bestur í rokinu

Sigurjón bestur í rokinu

Sigurjón Óskarsson hrósaði sigri í gær 26-03 en hann nýtti sér þekkingu sína á vindi enda Vestmannaeyingur og þar er svona vindur kallaður Stórhöfðalogn,Ólafur Ingi varð í öðru sæti og Níels í þriðja. Hjá Konunum stóð uppi sem sigurvegari Þuríður Jóhannsdóttir,henni virtist líka vindurinn vel,í Öðru sæti varð Laila og því miður hafa mér ekki borist staðfest úrslit og er ekki alveg með á hreinu punktana og hver varð í þriðja sæti hjá konunum. Bergur M Sigmundsson

Verðlaunaafhendingar

Verðlaunaafhendingar

Eftir því sem fleiri af okkar félögum mæta í flottu mótin okkar því meira lengist timinn milli fyrsta og síðasta rástíma hópanna og um leið lengist sú bið sem myndast frá því að ræst er út og til verðlaunaafhendingar og eru sífellt háværari raddir um að meðlimir nenni ekki að bíða eftir verðlaunaafhendingunni og yfirgefi svæðið að sínum leik loknum. Við í stjórninni höfum verið að velta fyrir okkur hvernig hægt sé að breyta þessu og hafa ýmsar hugmyndir komið…

Read More Read More

Stjórnarfundur 12-03.

Stjórnarfundur 12-03.

Á fundinn voru mætt,Bergur M Sigmundsson.Halldór Ingvarsson,Laila Yngvarsdóttir,Þuríður Jóhannsdóttir Aðalsteinn Guðnason,Örlygur Grímsson. Fundurinn samþykkti að Halldór J Ingvarsson yrði fundarritari stjórnarinnar. Mojacar,Rætt var um stöðu pantana og greiðslna frá þeim er hafa skráð sig og ákveðið að ýta á eftir því að meðlimir greiddu og minnt á þá aðalfundarsamþykkt að Meðlimir sem bjóða með sér gestum eru ábyrgir fyrir greiðslum gestanna vegna ferðarinnar. Farið yfir bókunarstöðu til mojacar. Rætt var hvað rástímar væru seint og að verðlaunaafhendingar væru svo seint…

Read More Read More

Frábært veður frábært golf

Frábært veður frábært golf

Í gær lékum við á Vistabella í besta veðri vorsins og frábær mæting félaga skemmdi ekki fyrir en það er svolítið kvartað yfir hversu rástímar séu seint en það verður tekið á því í næstu samningum við völlinn,en Sigurvegarar uðu í kvennaflokki Laila í fyrstasæti.Gíslunn i öðru og Emelía í því þriðja og hjá körlunum varð Níels í fyrsta og Hilmar í öðru,afsakið að ég missti af hver lenti í þriðja? Næstur holu var svo nálægt að fara holu í…

Read More Read More

Æfingar skila sér,fór holu í höggi.

Æfingar skila sér,fór holu í höggi.

Þegar Eyjólfur Sigurðsson fyrrverandi formaður hafði loksins tíma til að æfa golfið sitt þá fóru hlutirnir að ganga hratt fyrir sig og í gær gerðist það að hann fór holu 2,á Vistabella í einu höggi,ekki fylgdi sögunni hvaða verkfæri var notað en það var örugglega rétt valið verkfæri