Ársskýrsla Teigs 2025

Ársskýrsla Teigs 2025

ÁRSSKÝRSLA TEIGS 2025

Aðalfundur Teigs 2024 var haldinn á Villaitana 11-14. nóvember . Þar mættu rúmlega 100 manns, félagar og gestir, spiluðu golf og skemmtu sér vel þrátt fyrir óhagstætt veður seinni daginn.

Undirritaður, Þór Ottesen Pétursson, var kjörinn formaður og aðrir í stjórn eru Guðlaugur Jónsson, varformaður, Hilmar Helgason, gjaldkeri, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Pétursson, ,Hjörtur Árnason  og Sigríður Snorradóttir meðstjórnendur

Mitt fyrsta starfsár sem formaður hefur verið mér bæði til ánægju og gleði. Vel hefur tekist að fá aðra innan og utan stjórnar til að vinna verkin. Stjórnin hefur haldið 8 formlega fundi og nokkra óformlega vegna aðkallandi mála.

Farið var til Mojacar 7. – 10 apríl og þar var hinni hefðbundnu mótaröð klúbbsins slitið með 2 hringjum. Mæting var að vanda góð, nærri 100 manns, félagar og gestir.

Guðlaugur Jónsson og Guðmundur Ág. Pétursson hafa séð um samninga varðandi rástíma og nýju félagsbolina.  Almenn ánægja er með bolina, þrátt fyrir mistök hjá starfsfólki Vistabella, en þau voru milliliður í kaupunum og sáu auk þess um framleiðslu félagsskírteina.

Mótanefnd, skipuð Sigríði Snorradóttur, Hirti Árnasyni, Lindu Ragnarsdóttur og Bjarna Bjarnasyni, hefur staðið sig frábærlega í flóknu verkefni við skráningu og uppgjör móta og á stórt hrós skilið.

Viðburðarnefnd sem skipuð er Bryndísi Róbertsdóttur, Smára Magnússyni,

Þorsteini Stígssyni og Unni Halldórsdóttur stóð tvívegis fyrir minigolfi og mat á Greenland minigolf svæðinu og var almenn ánægja með framtakið.  Kærar þakkir fyrir það.

Ég leyfi mér að svo að nefna nokkra sem lítið hefur borið á í starfi klúbbsins en eru ómissandi og mjög öflugir en það eru Símon Aðalsteinsson, Níels Karlsson, Sigurjón Sindrason, Ellert Róbertsson og Arinbjörn Sigurgeirsson.. Gæti talið upp til viðbótar öll þau sem hafa t.d. séð um ræsingu og öflun verðlauna. Þið vitið hver þið eruð. Bestu þakkir til ykkar allra.

Sumarmótið var haldið að Hellishólum 20. júlí og þar mættu milli 60-80 félagar sem áttu ánægjulega dvöl þar.

Í haust mættum við hvert og eitt eftir aðstæðum aftur í sælureitinn hér á Spáni.  Síðan þá höfum við verið með 17 skráða golfdaga en vegna aðstæðna hefur þurft að fella golfið niður þrisvar sinnum. Þátttaka hefur verið mjög góð og er það vel því við erum að reyna að ná sem flestum rástímum og þá helst snemma dags sem ekki er sjálfsagt. Ef við náum að fylla bókaða tíma þá ættu samningar að ganga betur um fjölgun þeirra. Samningum er ekki að fullu lokið fyrir árið 2026 en miðar vel enda reynsluboltar sem standa þar í brúnni.

Í nóvember var leikið á Campoamor vellinum og þrátt fyrir fögur fyrirheit stóðst ekki samkomulagið sem gert var og komust ekki allir að sem höfðu bókað. Illa gekk að fá skýringar og enginn afsökun kom heldur svo ekki er áhugi á frekari samskiptum við þann völl.

Svo að lokum vil ég nefna að eftir að hafa starfað í félagsmálum í rúma hálfa öld bæði sem sjálfboðaliði og í starfi þá verð ég að segja að það hefur aldrei verið jafn auðvelt og hér hjá Teigi enda allir tilbúnir að leggja hönd á plóg.

F.h. stjórnar Teigs

Þór Ottesen Pétursson

Formaður