Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla:

Starfsárið 2023

Sæl öllsömul. Fyrir 12  árum voru nokkrir félagar okkar sem stofnuðu þennan þennan klúbb og er ég nokkuð vissum þeim  hafi ekki órað fyrir því að þetta yrði svona öflugur klúbbur og hann er í dag.

Stjórnarfundir hafa verið relgulegir á árinu. Á þessu ári var sú breyting  gerð að greiðslur fyrir ferðina í Mojacar fóru í gegnum netbanka og gekk það vel, og nú í haust eru félagsgjöld greidd fyrir árið 2024 þannig líka sem er mikil hagræðing fyrir gjaldkera.

Mikill tími hefur farið í að innleiða nýtt kerfi (golfbox) hjá okkur sem fellst í því að að fólk spili á sömu forgjöf hér og á islandi. Það tók á annað ár að fá GSÍ til að ræða þessi mál en það tókst, og fengum við Víðir á Hellishólum til að aðstoða okkur og erum við komin á stað með það núna og virkar vel. Það skal tekið fram að þetta er eingöngu til að halda utan um forgjöf, og fólk getur ekki skráð sig á golfboxi nema í  gegnum vefinn okkar.  Þeim félagsmönnum sem ekki eru í golboxi stendur til boða að gerast félagsmenn að Hellishólum gegn gjaldi upp á 15000 kr ( fólk á að vera búið að fá þessar upplýsingar)

Sama form er á keppnisfyrirkomulagi hjá okkur og áður. Við spilum í mótaröð á mánudögum og síðan erum við með fimmmtudaga fyrir okkur og gesti. Samstarf við Vistabella hefur gengið vel og vorum við með 1900 rástíma á árinu hjá klúbbnum, og erum stærsti  hópurinn hjá þeim. Samningar fyrir 2024 er í höfn svipað margir tímar og á þessu ári og betri tímar á fimmtudögum eða kl 11.40

Miklar hækkanir eru boðaðar hjá flestum golfvöllum á árinu 2024 sama er hjá Vistabella, en við höfum náð sæmilegum samning við þá. Sem dæmi ef maður kemur og bókar tvo þá verður verðið komið í 230 euro með bíl en fyrir okkar félagsmenn verður verðið 140 með bíl, þetta verður  í sept-nóv  2024, í dag erum við að borga 118 euro. Nú er búið að koma í gagnið að fólk getur borgað fyrir golfið á netinu daginn  áður spilað er, þetta er mikil hagræðing fyrir starfsmenn Vistabella og okkur líka, vonandi nýtir fók sér þetta.

Þátttaka hjá okkur hefur verið góð og komumst við í það að 60-70 manns voru að spila hjá okkur á mánudögum, þetta var orðið það mikill fjöldi að við fórum út í það að birta vinningshafa daginn eftir. Vegna fjöldans voru margir farnir þegar þeir síðustu komu inn. En nú þegar við notumst við golfbox liggja úrslitin fyrir strax.

Sameiginlegir  kvölverðir hjá klúbbnum hafa verið tveir á þessu ári. Sá fyrri var á veitingstaðnum Domo sem er fiskistaður, það voru 60 manns sem komu. Í haust vorum við á veitingastaðnum Smiðjan sem er veitingastaður í eigu Islendinga, þar mættu 74. Á þeim fundi veittum við verðaun fyrir mánudags mótin sem voru búin.

Þann 29. Júní héldum við sumarmót að Hamri Borganesi. Þar voru um 79 keppendur og við vorum 86 í matnum, það verður að segja að þetta heppnaðist mjög vel, ákveðið var að gera sama að ári og var bókað 27 júni 2024, en við eigum eftir að fá verðið frá hótelinu.

Mikil aðsókn hefur verið í að komast í klúbbinn, erum við núna orðin 125 meðlimir við bætum nokkrum við hér á eftir,  margir á biðlista. Munum við í stjórninn skoða hvort hægt verði að bæta eitthvað við hópinn. Farið verður yfir listann og skoðað hvað margir eru ekki virkir félagar.

Við stefnum að því að vera hér aftur í vor  15.-18. apríl og eru samningar í gangi með það. Við vorum í viðræðum á liðnu ári með að vera annarstaðar með aðalfundinn en það gekk ekki upp. Við erum að skoða málin fyrir næsta haust og látum ykkur vita hvernig það gengur.

Framtíð klúbbsins er björt og á vonandi bara eftir að eflast.

Töluverður tími og vinna fer í að halda utan um starfsemina eins og hún er í dag þar sem fjöldi félagsmanna er orðin þetta stór. Hugmyndir hafa komið upp  hvort ekki þurfi að umbuna því fólki sem stendur vaktina til dæmis að fá að spila einn og einn dag frían, það þarf að taka umræðuna um þetta.  Að lokum vil ég hvetja þá sem vilja vinna fyrir klúbbinn að láta vita af sér, þannig ganga hlutirnir upp.

Formaður: Guðlaugur Jónsson.