Fundargerð félagsfundar 9. apríl 2025 á Mojacar
Golfklúbburinn Teigur Amigos
Fundargerð félagfundar 9. apríl 2025
á Mojacar
Formaður setti fundinn og bauð menn velkomna. Vildi hann byrja á því að þakka Hreini og Maríu fyrir höfðinglega gjöf, sem er hljóðkerfi og hefur það breytt öllu á viðburðum klúbbsins.
Gengið var til dagskrár:
1 Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem verið hefur á dagskrá klúbbsins á þessari önn.
2 Hilmar Helgason fór yfir fjárhagsstöðu klúbbsins sem er góð, 19.700 evrur í sjóði þann 1.apríl. Jafnframt greindi hann frá því að hann gæfi ekki kosta á sér á næsta kjörtímabili.
3 Fulltrúi frá Club Marina Golf ávarpaði fundargesti .
4 Hilmar Helgason og Sigríður Snorradóttir afhentu verðlaun vegna golfmóts 8. og 9. apríl í Mojacar og mótaraðar 2024 2025. Einnig var dregið úr skorkortum
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18.30
Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir
Ritari.