Fundargerð stjórnar 4. apríl 2025

Fundargerð stjórnar 4. apríl 2025

Golfklúbburinn Teigur Amigos

Fundargerð stjórnar 4. apríl  2025

Þriðji stjórnarfundur Golfklúbbsins Teigs Amigos starfsárið 2025 – 2026 haldinn á heimili formanns í Villamartin  4. apríl kl. 14.00

Mættir voru;  Þór Ottesen formaður, Guðlaugur Jónsson varamaður  í stjórn,  Guðmundur Ágúst Pétursson varaformaður, Hilmar Helgason gjaldkeri, Hjörtur B Árnason meðstjórnandi, Katrín Ólöf  Ástvaldsdóttir ritari og Sigríður Snorradóttir formaður mótanefndar.

Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

Boðuð dagskrá er sem hér segir.

  1. Mojacar, punktar frá Bjarna ofl.
  2. Haustferð GT, tilboð frá Golfskálanum.
  3. Gjaldkeramál.
  4. Tölvumál
  5. Mæting á teig.
  6. Önnur mál.

Gengið var til dagskrár.

1  Mojacar, punktar frá Bjarna ofl.

a  Mojacar.  Hámarks vallar forgjöf í mótinu eru 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.  Gestir eru  með í mótinu.  Ræst út á 10 mín. fresti.  70 félagar spila 18 holur, 8 félagar spila 9 holur og 11 gestir spila 18 .

b  Filippus Gunnar ræsir báða dagana.  Karlar sem spila á rauðum teigum eru ekki með í höggleik.  Konur saman í holli og karlar saman í holli.   Rástímar fyrri daginn eru handahófskenndir.

c  Þeir sem spila 9 holur eru ræstir út síðast og verða veitt ein verðlaun í þeim flokki.

d  Nándarverðlaun eru veitt á 2. og 17. braut.  Golfbílar verða fyrir alla.

e  Félagsfundur verður haldinn kl. 18.00,  9. apríl þar sem verðlaun verða afhent.   Skoða að fá tilboð frá þeim í samskonar ferð 20. apríl 2026.

2  Haustferð.  Tilboð barst frá Golfskálanum á Villaitana sem þarf að endurskoða. Þór verður í sambandi við Berg hjá Golfskálanum.

3  Gjaldkeramál.   Hilmar Helgason gefur ekki kost á sér á næsta kjörtímabili og tilkynnir það á fundinum í Mojacar.

4  Tölvumál.  Mjög aðkallandi að fá aðstoð mann/konu á móti Bjarna í golfboxið.  Bjarni yrði með mótaröðina en nýr aðili hefði með miðvikudagana að gera.

5  Borið hefur á því að fólk mæti seint til leiks á Vistabella og hafa ræsar þurft að fara að leita að fólki til að mæta á teig.  Lagt til að árétta þetta á fundinum í Mojacar og leggja til að fólk mæti að minnsta kosti 30 mínútum áður á staðinn.  Þessi tilmæli verði sett inná bókunarsíðu Teigs.

6  Önnur mál:

a  Félagatal Teigs.  það voru 12 félagar sem ekki greiddu árgjaldið fyrir 2025 og féllu þar af leiðandi út úr félagatalinu.   þann 1. janúar 2025 voru 138 skráðir félagar.   Í dag eru 150 félagar í Teigi.

b  Lagt var til að ef sigurvegarar eru ekki viðstaddir þegar verðlaun eru veitt renni þau aftur til klúbbsins og var þetta samþykkt.

c  Leikdagar.   Guðlaugur og Guðmundur eiga fund með Vistabella og ætla þeir að leggja inn drög að því að leikdagar verði á fimmtudögum frá kl. 10.00.  Þetta ætti að skýrast um 20.apríl nk.

d  Vistabella býður klúbbnum merkta boli á 36 evrur,  einnig eru þeir að bjóða merkta bolta á góðu verði, 100 bolta lágmark.  Ákveðið var að fá boli og að þeir verði tilbúnir næsta haust.

Fundi slitið kl. 16.45

Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir

Ritari.