Fundargerð stjórnar 4. apríl 2025
Golfklúbburinn Teigur Amigos
Fundargerð stjórnar 4. apríl 2025
Þriðji stjórnarfundur Golfklúbbsins Teigs Amigos starfsárið 2025 – 2026 haldinn á heimili formanns í Villamartin 4. apríl kl. 14.00
Mættir voru; Þór Ottesen formaður, Guðlaugur Jónsson varamaður í stjórn, Guðmundur Ágúst Pétursson varaformaður, Hilmar Helgason gjaldkeri, Hjörtur B Árnason meðstjórnandi, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir ritari og Sigríður Snorradóttir formaður mótanefndar.
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.
Boðuð dagskrá er sem hér segir.
- Mojacar, punktar frá Bjarna ofl.
- Haustferð GT, tilboð frá Golfskálanum.
- Gjaldkeramál.
- Tölvumál
- Mæting á teig.
- Önnur mál.
Gengið var til dagskrár.
1 Mojacar, punktar frá Bjarna ofl.
a Mojacar. Hámarks vallar forgjöf í mótinu eru 28 fyrir karla og 36 fyrir konur. Gestir eru með í mótinu. Ræst út á 10 mín. fresti. 70 félagar spila 18 holur, 8 félagar spila 9 holur og 11 gestir spila 18 .
b Filippus Gunnar ræsir báða dagana. Karlar sem spila á rauðum teigum eru ekki með í höggleik. Konur saman í holli og karlar saman í holli. Rástímar fyrri daginn eru handahófskenndir.
c Þeir sem spila 9 holur eru ræstir út síðast og verða veitt ein verðlaun í þeim flokki.
d Nándarverðlaun eru veitt á 2. og 17. braut. Golfbílar verða fyrir alla.
e Félagsfundur verður haldinn kl. 18.00, 9. apríl þar sem verðlaun verða afhent. Skoða að fá tilboð frá þeim í samskonar ferð 20. apríl 2026.
2 Haustferð. Tilboð barst frá Golfskálanum á Villaitana sem þarf að endurskoða. Þór verður í sambandi við Berg hjá Golfskálanum.
3 Gjaldkeramál. Hilmar Helgason gefur ekki kost á sér á næsta kjörtímabili og tilkynnir það á fundinum í Mojacar.
4 Tölvumál. Mjög aðkallandi að fá aðstoð mann/konu á móti Bjarna í golfboxið. Bjarni yrði með mótaröðina en nýr aðili hefði með miðvikudagana að gera.
5 Borið hefur á því að fólk mæti seint til leiks á Vistabella og hafa ræsar þurft að fara að leita að fólki til að mæta á teig. Lagt til að árétta þetta á fundinum í Mojacar og leggja til að fólk mæti að minnsta kosti 30 mínútum áður á staðinn. Þessi tilmæli verði sett inná bókunarsíðu Teigs.
6 Önnur mál:
a Félagatal Teigs. það voru 12 félagar sem ekki greiddu árgjaldið fyrir 2025 og féllu þar af leiðandi út úr félagatalinu. þann 1. janúar 2025 voru 138 skráðir félagar. Í dag eru 150 félagar í Teigi.
b Lagt var til að ef sigurvegarar eru ekki viðstaddir þegar verðlaun eru veitt renni þau aftur til klúbbsins og var þetta samþykkt.
c Leikdagar. Guðlaugur og Guðmundur eiga fund með Vistabella og ætla þeir að leggja inn drög að því að leikdagar verði á fimmtudögum frá kl. 10.00. Þetta ætti að skýrast um 20.apríl nk.
d Vistabella býður klúbbnum merkta boli á 36 evrur, einnig eru þeir að bjóða merkta bolta á góðu verði, 100 bolta lágmark. Ákveðið var að fá boli og að þeir verði tilbúnir næsta haust.
Fundi slitið kl. 16.45
Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir
Ritari.