Fundargerð stjórnar 17. mars 2025

Fundargerð stjórnar 17. mars 2025

Golfklúbburinn Teigur Amigos

Fundargerð stjórnar 17. mars 2025

Annar stjórnarfundur Golfklúbbsins Teigs Amigos  starfsárið 2025 – 2026 haldinn í golfskálanum Vistabella þann 17. mars kl. 15:00.

Mættir voru:   Þór Ottesen formaður,  Guðlaugur Jónsson varamaður í stjórn, Guðmundur Ágúst Pétursson varaformaður,  Hilmar Helgason gjaldkeri,  Hjörtur B. Arnason  meðstjórnandi,  Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir ritari og Sigríður Snorradóttir formaður mótanefndar.

Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

Boðuð dagskrá sem hér segir.

1  Mojacar vorferð GT 2025

2  Hellishólar sumarmót GT 2025

3  Golfkennsla

4  Önnur mál.

Gengið var til dagskrár.

1  Þáttaka til Mojacar  er mjög góð.   Núna eru það 76 félagar sem spila og 14 getir. Hilmar og Hjörtur sjá um að afla og kaupa verðlaun.

2  Þór verður í sambandi við Hellishóla til að kanna stöðuna á gistingu.

3  Júlíus Hallgrímsson bauð félögum Teigs uppá golfkennslu á Plantio 24.- 26. mars og ætla 12 félagar að nýta sér það.

4  Önnur mál:

a  Leikdagar 2026 Guðmundur Ágúst og Guðlaugur fara á fund Vistabella. Einnig lagt til að þeir könnuðu möguleika á öðrum velli til að hafa fleiri valkosti, t.d. spila Vistabella einu sinni í viku og einhvern annan völl hinn daginn.

b  Sigríður Snorradóttir lagði til að ekki væri spilað á vegum Teigs í desember og janúar þar sem það væru svo fáir félagar hér á þessum tíma og mikil vinna fyrir mótanefnd að halda utan um rástíma.  Tillagan samþykkt.  Samt sem áður verða fráteknir 12 rástímar á mánudögum fyrir Teigsfélaga sem verða að hafa samband við Vistabella til að skrá sig.  Ónýttir tímar falla niður á miðvikudögum.

c  Afbókanir:   Lagt til að ef  afbókað er of seint þá þurfa félagar að greiða sekt.  Athuga hvort ekki sé hægt að setja upplýsingar um þetta inná síðuna þar sem félagar bóka sig í mót.

d  Þór verður í sambandi við Golfskálann v/haustferðar GT og lagt til að hafa líka samband við Alicante golf .

Fundi slitið kl. 16.30

Katrín Ólöfl Ástvaldsdóttir

Ritari.