Vísur úr lokahófi Villaitana
Hér koma vísur úr lokahófi en það voru því miður margir sem ekki heyrðu vísurnar hennar Unnar Halldórsdóttur:
Gulli formaður kvaddur
Í golfklúbbi á Spáni hann Gulli fór með völdin
Gekk i ótal verkefni á morgnana og kvöldin.
Prúttaði við golfvelli, græjaði bestu díla,
Golfkúlur með afslætti og ódýrari bíla.
Skráningu í Golfboxið gat hann líka fixað,
Með góðum díl við Hellishóla það var bara mixað
Hótelvist á Mojacar á haustin og á vorin
í hinu og þessu amstri hann sparaði ei sporin.
Teigur á svo sannarlega huga hans og hjarta,
og ekki heyrist Sísí yfir annríkinu kvarta.
En hér á Villiatana er nú stóra stundin
Stoltur Gulli formaður setur aðalfundinn
Segir af sér embættinu, afsalar sér völdum
Þó æviráðinn að sjálfsögðu skipstjórann við töldum.
Við þökkum Gulla dugnaðinn og forystuna fínu,
Nú fær hann meira næði að hlúa ögn að sínu.
Við spáum því að framtíðina farsæla hann eigi
Hér fær hann bestu kveðjur frá félögum í Teigi.
13.11. 2024
U.H.
Sigga Snorra heldur utan um skráninguna
Skráningu á Vistabella Sigga fær að sinna
og sannarlega er þetta bara talsverð vinna.
Raða vel í hollin, sýna sanna snilli
Svo séu ekki hjónin með of langt bil á milli
Meðan hún við tölvuna drjúgan tíma dundar
Dottandi í sófanum Steini hennar blundar
En hérna fær hann hefti og heilan getur brotið
Já hjónin geta tilverunnar sannarlega notið
Hjá Gulla og Sísi gleðin vex
Gæfurík er stundin
Nú er hægt að hringja á sex
Já hamingjan er fundin
Gjaldkerinn Hilmar hugsar um sjóðinn
Hér eru vaxandi tekjur og gróðinn.
Stöðugt í vexti og reikninga rýnir
Og réttustu útkomu jafnan hann sýnir.
Ef lengi inni í bankanum bóndinn þarf að bíða
Blessunin hún Ragna engu þarf að kvíða
Með spilastokk í hendi hún hamingunnar nýtur
Og háftíminn í biðinni eins og örskot þýtur