Ársskýrsla starfsárið 2024

Ársskýrsla starfsárið 2024

Ársskýrsla

Starfsárið 2024.

Sæl öllsömul.

Starfsárið hjá Golfklúbbnum Teig hefur gengið mjög vel þetta árið. Haldnir hafa verið átta stjórnarfundir. Töluverðar verklagsbreytingar hafa verið gerðar á árinu.  Samningar eru í höndum formanns og varaformanns með gjaldkera, fjórir eru  í mótanefnd sem skipta  með sér verkum  og í haust tók til starfa viðburðarnefnd sem sér um verðlaun og þá viðburði sem klúbburinn stendur fyrir. Einnig hafa starfað með okkur Símon Aðalsteinsson sem séð hefur um leikreglur og umsóknir í  klúbbinn. Níels Karlsson hefur verið að sjá um vefinn ásamt Sigurjóni Sindrassyni. Og Ellert Róbertsson hefur verið okkur mjög hjálplegur að ná í vinninga.Einnig er með okkur Arinbjörn Sigurgeirsson sem sér um innsetningu og töku á myndum  fyrir vefinn okkar.

Á vormánuðum hittumst við í Alcarve og borðuðum saman þar mættu, 50-60 manns og voru þar í mat. Í apríl  var  farið til Mojacar um 100 manns voru þar, 80 spiluðu golf.

Sumarmótið var haldið 27. juni að Hamri í Borgarnesi og voru þar um 100. manns 90. sem spiluðu golf.

Starfsemin hófst svo með krafti í september og hefur gengið mjög vel. Mikil aðsókn er í golfið og hefur verið fullt hjá okkur á þeim dögum sem við höfum. Mánudögum  52 upp í 68 manns að spila, og á fimmtudögum 32 – 40 manns.

Þar sem við höfum hittst að vori og hausti til að borða saman  hittumst  við í lok nóvember á veitingarstaðnum La Familia þar sem mættu um 80 manns og gekk vel.

Mikil aðsókn hefur verið í klúbbinn og er um 100  á biðlista,svo við höfum lokað fyrir umsóknir í bili. Í klúbbnum núna eru 140 manns. Fyrir fundinum liggur  tillaga um fjölgun félaga í klúbbinn  í 150 manns.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að breyta til og halda aðalfund hér á Villaitana golf.  Aðsóknin fór fram úr öllum vonum. Vona að allir séu sáttir við þessa breytingu. Golfskálinn í Reykjavík sá um þetta og verð ég að segja að það hafi heppnast mjög vel.

Árið 2025.

Á næsta ári verða töluverðar breytingar hjá okkur. Við munum vera áfram á mánudögum, en færa okkur af fimmtudögum yfir á miðvikudaga og byrja þá kl 10.00 sem er betri tími og getum fjölgað  þannig rástímum.  Rástímar sem við verðum með eru um sirka 2500 fyrir árið 2025. þetta er megin ástæða fyrir því að við getum fjölgað um 10 manns í klúbbnum.

Mikið aðsókn hefur verið á golfvellina hér á okkar svæði, þar af leiðandi hafa allir vellirnir hækkað verðið mikið.

Við erum ný búnir að semja við Vistabella um verð fyrir 2025. Þar náðum við að halda verðinu í sama og 2024 sem sagt  60  euro fyrir þá sem eru gangandi með því að greiða í gegnum netið annars 65  euro  ef borgað er á vellinum, þeir sem eru á bíl borga 74  euro +5  euro  meira ef borgað er á vellinum þarna er hækkun á bil um  8  euro. Þegar við mættum á samningafundinn við Vistaballa var talað um 80  euro gjald fyrir 18 holur.

Það náðist 10% afsláttur í golfsjoppunni fyrir félagsmenn ef fólk framvísar félagskorti.

Við höfum verið með töluvert af gestum í kríngum okkur og hafa þeir getað notað okkar samninga , nú verður sú breyting á að veriðið verðið til þeirra hækkar

Vetur 60  euro +5 euro  Vor  76  euro +5  euro og Haust 80  euro +5 euro bill er á 20  euro

Verðið á völlinn en er komið í 100  euro og bill er á 40  euro fyrir 18 holur.

Gestir borga ekki  gestagjald í klúbbinn lengur.

Tillaga frá stjórninni er að hækka félagsgjad úr 45  euro í  55  euro fyrir árið 2026.

Ákveðið hefur verið að fara til Mojacar í vor 7.-11. apríl. 2025

Stjórnin hefur ákveðið að halda sumarmótið að Hellishólum 20. Júli 2025. Það verður látið vita hvenar hægt verður að panta.

Ekki er búið að taka neina ákvörðun um hvar næsti aðalfundur verður.

Að lokum vil ég þakka ykkur öllum félagsmönnum þau góðu kynni  og frábæra samvinnu sem ég hef notið.

Þar sem ég hef ákveðið að  gefa ekki kost á mér til formanns lengur. þetta hefur verðið góður tími og fróðlegur fyrir mig. Sérstaklega vil ég þakka stjórnarfókinu sem hefur starfað með mér þennan tíma sem er búið að vera frábært að vinna með.

Formaður: Guðlaugur Jónsson.