Fundargerð stjórnarfundar 19. nóv. 2023
Golfklúbburinn Teigur Amigos
Fyrsti fundur í stjórn GT starfárið 2023-2024 haldinn á Sundlaugarbarnum 19. nóvember 2023 kl. 14.00.
Mættir voru: Guðlaugur Jónsson formaður, Hilmar Helgason, Hjörtur B. Árnason, Guðmundur Ágúst Pétursson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir og Sigríður Snorradóttir.
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Verkaskipting innan stjórnar
- Mojacar vorfundur 2024
- Dagsetning og staðsetning næsta aðalfundar
- Reglur frá mótanefnd
Afgreiðsla dagskrárliðar:
- Fundargerð síðasta fundar, engar athugasemdir bárust.
- Verkaskipting: Guðm. Ágúst Pétursson varaformaður, Hilmar Helgason gjaldkeri, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir ritari, Jóhanna Guðbjörnsdóttir meðstjórnandi. Sigríður Snorradóttir og Hjörtur B. Árnason mótanefnd og er Sigríður formaður nefndarinnar.
- Mojacar vorfundur: Hilmari Helgasyni falið að senda póst og fá staðfest verð á hóteli og vallargjöldum vegna vorfundar GT.
- Aðalfundur 2024: Samþykkt að taka tilboði Golfskálans sem kynnt var á aðalfundi GT 2023. Aðalfundurinn verður haldinn 11.-14. nóvember 2024 á Villaitana.
- Mótanefnd: Ákveðið var að senda öllum félagsmönnum tölvupóst með upplýsingum um hvernig ætti að skrá sig á teigtíma á Vistabella. Guðlaugur sagði frá því að búið væri að semja um verð á Vistabella og hækkar vallargjaldið úr 59 evrum í 70 evrur á mann með bíl. Hækkunin tekur gildi í september 2024
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl.1600
Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir, ritari.