Nýjar skráningarreglur.

Nýjar skráningarreglur.

Ágætu félagar.

Mótanefnd Teigs vill skerpa á reglum varðandi skráningu í golfmót Teigs.

Skráning er á mánudögum og þriðjudögum fyrir næsta mánudagsmót.

Skráningar sem koma utan áðurnefndra daga gilda ekki og verður þeim eytt.

Mótaröðin er í gangi á mánudögum í febrúar, mars, apríl og svo í október, og nóvember. Þá ganga meðlimir Teigs fyrir og gestir fara á biðlista. Stefnt er að því að ráslisti liggi fyrir að kvöldi fimmtudags.

Fyrir fimmtudagsgolfið fer skráning fram viku áður, eða fimmtudaga og föstudaga, þar eru gestir með og fyrstur skráir fyrstur fær.

Skráningar sem koma utan áðurnefnra daga gilda ekki og verður þeim eytt.

Séróskir frá fólki verða teknar til greina eins og hægt er.

Þegar ráslisti kemur á vefinn hjá okkur kemur greiðslulinkur með sem þið notið til að greiða vallargjaldið til Vistabella.

Kveðja mótanefnd Teigs.

Comments are closed.