Kveðja frá Bergi bakara

Kveðja frá Bergi bakara

Sælir félagar,

Takk fyrir góðan og skemmtilegan dag í Borgarnesi og var virkilega gaman að hitta alla gömlu vinina aftur.

Þá vill ég þakka stjórn Teigs innilega fyrir viðurkenninguna og þakklætiskveðju sem mér var færð frá ykkur, svona kveðja yljaði og sendi góða strauma.

Vonandi verða samskiptin á milli okkar meiri og betri á breyttum tímum og óska ég ykkur öllum velfarnaðar í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Með vinarkveðju

Bergur M Sigmundsson

Comments are closed.