Fréttabréf.

Fréttabréf.

Kæru félagar.

Nú er sumarmót Teigs lokið. Það var haldið  að Hamri í Borgarfirði 29. júni sl. veðrið var gott miðað við síðustu daga þar á undan. Þátttaka var góð 79 manns spiluðu . Notast var við golfbox skráningu í fyrsta skipti hjá okkur og tókst bara vel. Úrslit lágu fyrir um leið og síðustu keppendur komu í hús.

Matur var um kvöldið og skráðu sig þar rúmlega 80 manns.  Eyjólfur Sigurðsson minntist nýlátins félaga okkar Hans B Guðmundssonar.

Verðlaun voru veitt undir borðahaldi og voru vinningar góðir að vanda og þökkum við þeim sem gáfu. Ég vil þakka Ellerti varaformanni sérstaklega fyrir hversu duglegur hann var að sjá um þetta mót og afla vinninga.

Úrslit urðu eftirfarandi.

Kvennaflokkur.

1. sæti Sigrún B Magnúsdóttir á 30 p.  2. Sæti Lísa Lotta Reynis á 30 p. 3. Sæti Þuríður Jóhannsdóttir 28 p. 4. sæti Rakel Kristintjánsdóttir á 28 p.

Karlaflokkur.

1. Sæti Magni Jóhannsson á 40 p. 2. sæti Sigurjón Óskarsson á 38 p. 3. Sæti Guðmundur Guðlaus á 38 p.

4. Sæti Hjörtur Björgvin Árnason á 37 p.

Höggleikur karla. Bergur M Sigmundsson á 87 höggum. Höggleikur kvenna Stefanía M Jónsdóttir á 95 h.

Að lokum var dregið úr skorkortum.

Ég vona að þið hafið það gott öllsömul og njótið sumarsins, sjáumst  hress í haust á Spáni.

Bkv. Guðlaugur.

Comments are closed.