Skýrsla formanns 19. apríl Mojacar
Skýrsla formanns 19. apríl Mojacar.
Ég bíð ykkur öll hjartanlega velkominn á þennan fund.
Ég vil byrja á því að minnast látins félaga Kára Þórissonar veitingamans sem lést þann 31. mars s.l. áttræður að aldri. Hann var einn af stofnedum þessa klúbbs. Vil ég biðja ykkur að rísa úr sætum. Takk fyrir.
Síðan þessi stjórn tók við í haust hafa orðið töluverðar breytingar á starfseminni,
Á síðasta ári var samþykkt af stjórninni að fjölga félögum upp í 130 manns. Það hafa verð teknir inn 20 nýir félagar á þessu ári þannig að í dag erum við 120. Á lista hjá okkur eru enn þá 100 manns á biðlista að komast að. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að á honum eru nokkrir sem dvelja hér bara stuttan tima á ári og eiga þá ekki von um að komast strax inn. Fólk þarf að dvelja hér lengri tima, og spila með okkur. Starfsemi klúbbsins hefur gengið vel og hafa verið margir leikdagar nú í vor, og góð þáttaka. Í byrjun mars var farið út að borða á veitingastaðnum Domo sem er fiskistaður, þar mættu 60 manns og var góð stemning í hópnum. Sumarmót okkar verður haldið 29.Júni að Hamarsvelli í Borgarfirði og hafa 60 manns bókað sig þangað, þeir sem þurfa bíla setja sig í samband við völlinn og panta. Starfsemin í vetur hefur gengið vel eins og ég sagði áðan og er leikið á mánudögum, hefur aðsókn verið mjög góð, það hafa verið þetta 52-68 leikmenn og frá 15 og upp í 26 gestir að spila hjá okkur. Þetta hefur orðið þess valdandi að við hættum að veita verðlaun strax eftir leik, vegna þess að fólk var ekki tilbúið að bíða eftir úrslitum, þannig að við ákváðum að byrta úrslitin á vefnum daginn eftir og verðlaun afent þegar náðist í fólk. Við höfum boðið upp á leikdag um miðja viku fyrir 32 leikmenn, það verður líka í haust og fengum við fimmtudaga í stað miðvikudaga sem vonandi hentar fólki vel. Á stjórnarfundi 6. apríl var samþykkt að þegar mótaröð hefst í haust í október munu einungis klúbbfélagar spila á mánudögum.Við biðlum til félaga að bjóða gestunum að spila með okkur á fimmtudögum frekar en á mánudögum. Með þessari breytingu verður minna álag hjá okkur á mánudögum og eru þá líkur á að geta veitt verðlaunin í framhaldi eins og við gerðum áður.
Sú breyting verður hjá okkur í haust að við munum ekki fara hingað til Mojacar heldur Albora Golf sem er hér sunnar. Við fórum nokkur og skoðuðum aðstæður og leist vel á, það er minnsta mál að ganga völlinn ,en það eru bílar fyrir þá sem það vilja. Hótelið er rétt við völlinn og lítur mjög vel út. Vonandi að allir séu sammála að breyta til á haustin. Við eigum bókað frá mánudegi 20. nóv til fimmtudagsins 23 .nóv Þetta verður bara gaman prufa eitthvað nýtt.
Samningar:
Nýbúið er að semja við Vistabella golf fyrir árið 2024 og verða leiknir mánudagar sem mótsdagar eins og verið hefur og að auki fimmtudagar á meðan mótaröð okkar er í gangi . Leikið verður Kl 10.00 mánudaga og á fimmtudögum kl 11.00 sem er betri tími en á þessu ári.Leikskráin verður birt í heild sinni á vefnum fljótlega.
Við gerðum samning við Golfskálann á Íslandi um að við fengjum afslátt í búðinni hjá þeim gegn framvísun á félagskorti okkar. Einnig höfum við rætt við þá um að félagsmenn komist í ferðir hjá þeim þegar þeir eru með ferðir til Spánar.
Úrval útsýn og Golfsaga eru með ferðir hingað til Spánar og erum að ræða við þá hvort okkar fólk geti komið inn ef einhver forföll verða hjá þeim og þá kanski með afslætti.
Framundan:
Fyrir rúmu ári var farið í það að skoða hvort ekki væri hægt að einfalda útreikninga á skorkortum að móti loknu.Ég náði góðu sambandi við formann GSÍ um þessi mál og eftir nokkra fundi var niðurstaðan að koma klúbbnum í Golfbox en sá hængur er á að við erum ekki aðildarklúbbur hjá GSÍ og getum það því ekki. Svo við fengum aukaaðild að golfboxinu hjá litlum klúbb heima. Það hefur genið erfiðlega að fá þetta í gegn, en ég vona að við getum unnið í golfboxi í haust. Þetta mun breyta miklu fyrir okkur, og leikmenn því þá er fólk að leika á sömu forgjöf hér og heima.
Ég vona að sem flestir séu sáttir við okkar vinnu í stjórninni en allt má gera betur.
Takk fyrir mig. Formaður: Guðlaugur Jónsson.