Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Leikdagur: Þriðjudagurinn 3. apríl 2018
Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)
Veður: Dásamlegt golfveður, 19° þegar golfið hófst um kl. 11.00 og fór í 23° þegar leið á daginn.
Mætt til leiks: Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Helga Emilsdóttir, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Laila Ingvarsdóttir, Ólína Geirsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Sigursteinsson, Gíslunn Loftsdóttir, Jóhanna Guðnadóttir, Jónína Jónsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurjón Óskarsson, Skúli Guðmundsson, Gunnar J. Guðbjörnsson, Halldór Jóel Ingvason, Ólafur Friðriksson, Hans B. Guðmundsson, Magnús G. Pálsson, Sveinbjörn Björnsson, Eyjólfur Sigurðsson, Hermann Bragason, Jóhannes Jónsson, Aðalsteinn Guðnason, Jón Rafns Antonsson, Símon Aðalsteinsson, Skúli Sigurðsson, Grímur Valdimarsson, Hlöðver Jóhannsson, Örlygur Geirsson, Bergsveinn Símonarson, Bergur M. Sigmundsson, Hilmar Harðarson og Níels Karlsson. GESTIR: Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Elín Rós Sveinsdóttir, Sigríður Snorradóttir, Guðmundur Jónsson, Gunnar Hólm, Karl Hólm, Guðmundur Ágúst Pétursson, Guðmundur Hansson, Jón Halldórsson, Sigurður Ólafsson, Sigurður Ragnarsson, Þorsteinn B. Sigurðsson og Óskar Þór Sigurðsson.
Golfið: Þegar félagar og gestir mættu á svæðið, kom í ljós að ,,hörgull‘‘ var á golfbílum. Skapaðist nokkur órói, því flest okkar fólk þarf að nota golfbíl. Samkvæmt skýringum vallarstjóra voru 7 bílar bilaðir, sem er mjög óvenjulegt. Úr rættist og fengu allir þátttakendur golfbíl. Þegar komið var á teig kom í ljós að allir ,,bláir pollar‘‘ sem auðkenna hvar skal standa að upphafshöggi, höfðu verið fjarlægðir. Hér mun hafa verið um mistök að ræða sem ekki á að gerast aftur. Ræsir var Bergsveinn Símonarson og gekk allt vel. Leiktími var viðunandi og ekki mikil bið á teigum. – Eins og kunnugt er varð veruleg breyting á skipun Mótanefndar fyrir árið 2018. Nýtt fólk kom til starfa, Níels Karlsson tók við formennsku, Bergsveinn Símonarson við skráningu og aðrir nefndarmenn sinna margvíslegum öðum störfum. Það er óhætt að fullyrða að þessar mannabreytingar hafa gengið framar vonum og gengur allt eins og smurð vél.
Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Laila Ingvarsdóttir, hlaut 34 punkta. Í öðru sæti varð Ólína Geirsdóttir, hlaut 31 punkt. Í þriðja sæti urðu jafnar Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir og Gíslunn Loftsdóttir, hlutu 30 punkta. Í karlaflokki sigraði Bergur Sigmundsson, hlaut 39 punkta. Í öðru sæti varð Skúli Guðmundsson, hlaut 36 punkta. Í þriðja sæti varð Eyjólfur Sigurðsson, hlaut 34 punkta. Næstur holu eftir 2. högg á 4. braut var Bergsteinn Símonarson, 6.90 m. Í síðasta Fréttabréfi misritaðist föðurnafn þeirrar konu sem varð í þriðja sæti, rétt er að nafn hennar er Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, er beðið afsökunar á þessum mistökum.
Vorferðin til Mojacar: Nú styttist óðum í að við leggjum af stað til Mojacar í Almeria. Flestir hafa gengið frá greiðslum á ferðakostnaði, en þó ekki allir. Örlygur Geirsson, gjaldkeri orlygur@simnet.is tekur við greiðslum. Vinsamlega hafið samband við hann nú þegar, þar sem komið er fram yfir þann tíma sem greiðslur áttu að hafa borist, ella verða viðkomandi strikaðir út af þátttökulista. Listi yfir þátttakendur í Vorferðinni er sendur út með þessu Fréttabréfi. Leiðbeiningar um hvernig er auðveldast að komast til Mojacar, ásamt ferðadagskrá og Vorfundardagskrá verður sent út á næstu dögum.
Næsti leikdagur: Þriðjudagurinn 10. apríl er næsti leikdagur Teigs og jafnframt síðasti leikdagur fyrir Vorferðina. Skráning er hafin og sér Bergsveinn Símonarson um skráningu félaga bergsveinn@gmail.com til fimmtudagskvölds. Eftir það hefst skráning gesta.
El Valle 4. apríl 2018
Eyjólfur Sigurðsson, formaður