Úrslit 5. Apríl Vistabella.
Spilað var í dag höggleikur með forgjöf. Ekki var mæting nógu góð, vorum bara 12 sem spiluðum sem er lélegt þar sem við höfum 32. pláss. En það var skemmtulegur hópur sem kom.
Úrslit: fyrsta sæti Guðlaugur Jónsson á 70. höggum, Hreinn Hliðar Erlendsson var í öðru sæti með 70 högg. Nándarveðlaunin vann Sigríður Þorsteinsdóttir á 2.16 m á 7 holu. Næsta mót er mánudag, þá er mótaröð. Þann 12. apríl miðvikudag kl. 10.50 verður spiluð punktakeppni með forgjöf, og síðan förum við til Mojacar 17. apríl. Betra væri að skrá gesti frekar á miðvikudögum en mánudögurm vegna mikils fjölda á mánudögum.