Miðvikudagsmótið 29. mars.
Góðan daginn góðir félagar.
Nú styttist í næsta miðvikudagsmót. Hugmyndin er að það verði hjóna og parakeppni með punktafyrirkomulagi með forgjöf. Verðlaun fyrir næst holu á 2. braut og dregið úr skorkortum að vanda.
Vegna fyrirkomulagsins vil ég biðja ykkur um að taka sérstaklega fram með hverjum þið viljið spila svo það sé engum vafa undirorpið. Það sparar vinnu og utanumhald. Skráningu lýkur á miðnætti 26. mars.
Kveðja
Hjörtur