Teigur Amigos, rástímar á Vistabella 20.12.2022
Kæru félagar, nú er bókunum í golf á vegum Teigs amigos lokið þetta árið. Við hefjum leikinn aftur hinn 9. janúar 2023 og þá verða svolitlar breytingar, mótin okkar verða á mánudögum og föstudögum, mótaröðin á mánudögum og aðrir möguleikar á föstudögum. Skráning vegna mánudagsmóta verður frá mánudegi til fimmtudags og þarf henni að vera lokið á miðnætti á fimmtudeginum fyrir næstu umferð. Stefnt er að því að birta rástíma eigi sí’ðar en á laugardegi fyrir mót. Reglur um föstudagsskráningu verða birtar þegar nær dregur, en fyrsta föstudagsmótið verður hinn17. febrúar.
Fyrirhugaða leikdaga má sjá hér á heimasíðunni undir flipanum “Mótaskrá “.
Mótanefndin þakkar samstarfið á árinu og hlakkar til frekara samstarfs á næsta golfári um leið og við óskum ykkur öllum árs og friðar.